Erlent

Tveir breskir hermenn féllu í Afganistan

Mynd/AFP

Tveir breskir hermenn létu lífið í átökum við talibana í Helmandhéraði í suðurhluta Afganistan í gær.

Alls hafa 292 breskir hermann fallið í Afganistan síðan stríðið  hófst árið 2001. Útlit er fyrir að stríðið í Afganistan eigi eftir að dragast á langinn næstu misserin og því nær öruggt að tala fallinna eigi eftir að hækka enn frekar.

William Hague, nýr utanríkisráðherra Bretlands, hefur sagt að hernaðurinn í Afganistan verði ofarlega á forgangslista ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×