Webber: Frábært að vera fremstur 15. maí 2010 14:40 Fremstu menn á ráslínu, Sebastian Vettel, Mark Webber og Robert Kubica. Mynd: Getty Images Mark Webber var að vonum anægður að hafa náð besta tíma í tímatökunni í Mónakó í dag. Hann ræsir af stað við hlið Robert Kubica sem var fremur hissa á að ná öðru sætinu. "Það er frábært að vera á ráspól og liðið hefur unnið góða vinnu. Ráspóll í hverjum móti er gott fyrir okkur, liðið og Renault. Þetta eru hagstæð úrslit sem við verðum að nýta okkur á morgun", sagði Webber eftir keppni, samkvæmt frétt autosport.com. "Við sáum hvað henti Fernando Alonso og við verðum að fullnýta það", sagði Webber, en Alonso komst ekki í tímatökuna eftir árekstur á æfingu og ræsir af þjónustusvæðinu í 24. sæti. Webber vann síðustu keppni og er til alls líklegur. "Bíll var hrein unun að keyra og stráknir hafa unnið sitt verk vel, þetta er liðsheild. Það eru Renault vélar í bílum í fremstu röð og hjartað slær hratt. Maður verður að vera nákvæmur við stýrið og ég er sáttur við mína stöðu." "Ég mun vakna glaður í bragði á morgun, en keppnin er löng og brautin þröng og erfið vegna umferðar og hægfara bíla. Ég er bjartsýnn á góða keppni og liðið hefur fært okkur tækifæri til árangurs. En við fáum samkeppni", sagði Webber. Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber var að vonum anægður að hafa náð besta tíma í tímatökunni í Mónakó í dag. Hann ræsir af stað við hlið Robert Kubica sem var fremur hissa á að ná öðru sætinu. "Það er frábært að vera á ráspól og liðið hefur unnið góða vinnu. Ráspóll í hverjum móti er gott fyrir okkur, liðið og Renault. Þetta eru hagstæð úrslit sem við verðum að nýta okkur á morgun", sagði Webber eftir keppni, samkvæmt frétt autosport.com. "Við sáum hvað henti Fernando Alonso og við verðum að fullnýta það", sagði Webber, en Alonso komst ekki í tímatökuna eftir árekstur á æfingu og ræsir af þjónustusvæðinu í 24. sæti. Webber vann síðustu keppni og er til alls líklegur. "Bíll var hrein unun að keyra og stráknir hafa unnið sitt verk vel, þetta er liðsheild. Það eru Renault vélar í bílum í fremstu röð og hjartað slær hratt. Maður verður að vera nákvæmur við stýrið og ég er sáttur við mína stöðu." "Ég mun vakna glaður í bragði á morgun, en keppnin er löng og brautin þröng og erfið vegna umferðar og hægfara bíla. Ég er bjartsýnn á góða keppni og liðið hefur fært okkur tækifæri til árangurs. En við fáum samkeppni", sagði Webber.
Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira