Erlent

Búast við að breska flugstjórnarsvæðinu verði lokað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það má búast við töfum á breskum flugvöllum á morgun. Mynd/ AFP.
Það má búast við töfum á breskum flugvöllum á morgun. Mynd/ AFP.
Búist er við því að flugstjórnarsvæðinu yfir Bretlandi verði lokað frá og með morgundeginum til þriðjudags vegna öskufalls. Þetta hefur Daily Telegraph eftir breska samgönguráðuneytinu.

Í frétt á vef blaðsins kemur fram að helstu flugvöllum í suðausturhluta Englands verði sennilegast lokað. Þá er búist við því að flugvöllum í Skotlandi og á Írlandi verði lokað.

Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt að fimm daga öskuspá verði gerðar opinberar á vef bresku Veðurstofunnar. Hingað til hafa bara verið gefnar út 18 klukkustunda spár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×