Erlent

Clinton í Davos: Kallar eftir aukinni hjálp á Haítí

Bill Clinton.
Bill Clinton.
Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna Bill Clinton er nú staddur í Davos í Sviss þar sem áhrifamestu menn heimsins hittast á árlegum fundi. Í ræðu sem Clinton hélt í dag varaði hann menn við að gleyma neyðinni á Haítí og brýndi fyrir fólki að enn væri mikil þörg á aukinni aðstoð í landinu sem nú jafnar sig á afleiðingum jarðskjálftans sem reið yfir fyrir um hálfum mánuði.

Clinton er nú sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna á Haítí og segir hann að enn skorti tilfinnanlega á að dreifikerfi hjálpargagna í landinu sé fullnægjandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×