Erlent

Vill ekki sjá Eurovision aftur

Óli Tynes skrifar
Hera Björk. Ekki aftur til Oslóar frekar en aðrir.
Hera Björk. Ekki aftur til Oslóar frekar en aðrir.

Það kostar norska ríkissjónvarpið um fjóra og hálfan milljarð íslenskra króna að halda Eurovision söngvakeppnina í ár.

Í samtali við norska tímaritið Kampanje segir Hans Tore Bjerkaas útvarpsstjóri að hann muni ekki taka við fleiri slíkum reikningum.

Þessi gífurlegi kostnaður hafi leitt til þess að stöðin hafi þurft að gefa frá sér marga aðra dagskrárliði þar með talda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í Suður-Afríku í sumar.

Spurður að því hvað gerist ef þetta kemur samt í hlut Noregs sagði Bjerkaas að þá yrði að hefja viðræður við Evrópusamband útvarpsstöðva um að taka á sig mestan hluta kostnaðarins.

Talsmaður Evrópusambandsins sem tímaritið ræddi við segir hinsvegar að það eigi enga sjóði sem hægt sé að ganga í.

Svipuð umræða hafi komið þegar Írar unnu keppnina fjórum sinnum á fimm árum en ekkert hafi komið út úr henni. Írar hafi axlað sínar byrðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×