Svavar Gestsson: Málfrelsisfélag góð hugmynd? Svavar Gestsson skrifar 9. apríl 2010 06:00 Ég rak tána ofan í laugina og skrifaði eina litla grein á dögunum. Þakklætið lét ekki á sér standa: „Athyglisjúkur bjálfi að mínu mati,“ sagði maður sem segist heita Karl Lars Kristjánsson. Jón Gunnar Guðmundsson sagði: „Fær þessi útbrunni kommi ekki hellingslaun fyrir að gera mistök…“ Og Einar Strand sagði: „Þeir sem klikka eru skammaðir.“ Og: „Bogga: Hvað með Indriða og Svavar? Og Þórólf? Á nú að ganga yfir þá á skítugum skónum? Þeir hafa talað máli Hollendinga og Englendinga. Verið mjög duglegir og einbeittir.“ Sem sagt ég, Indriði og Þórólfur Matthíasson við erum talsmenn Hollendinga og Englendinga. Hvað er að? Einn kallaði mig nafnlaust að vísu hluta af stofnanaveldinu. Vingjarnlegt! En þetta voru sem betur fer ekki einu viðbrögðin; nokkrir sögðust vilja stofna málfrelsisfélag og það strax. En það var reyndar í einkanótum til mín. Þeir vilja helst ekki koma fram; þeir hafa orðið fyrir persónulegum og meiðandi árásum þegar þeir hafa rekið tána ofan í umræðulaugina. Það verður að segja sannleikann. Það verður að fá að segja það fullum fetum að töfin á Icesave-málinu hefur gert þúsundir manna atvinnulausa. Það stafar af því að vextir eru hærri en ella væri. Og af því að lánsfjármögnun fæst ekki til þjóðarbúsins. Og gengið er allt of lágt. Það verður að reyna að þróa opna og heiðarlega umræðu og leiða málið til lykta; ekki með öskrum. Meðan stór hluti opinberrar umræðu stendur á öskrunum birtast svona tíðindi í blöðunum eins og í mbl.is 6. apríl: „Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í morgun að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, úr stöðugum í neikvæðar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave-málið.“ Niðurstaða matsfyrirtækisins er því miður staðreynd; þeir sem kalla eftir rökum þurfa bara að horfa í kringum sig í staðinn fyrir að reyna að gera menn tortryggilega með hópuppnefnum. Málfrelsisfélag virðist vera brýn hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég rak tána ofan í laugina og skrifaði eina litla grein á dögunum. Þakklætið lét ekki á sér standa: „Athyglisjúkur bjálfi að mínu mati,“ sagði maður sem segist heita Karl Lars Kristjánsson. Jón Gunnar Guðmundsson sagði: „Fær þessi útbrunni kommi ekki hellingslaun fyrir að gera mistök…“ Og Einar Strand sagði: „Þeir sem klikka eru skammaðir.“ Og: „Bogga: Hvað með Indriða og Svavar? Og Þórólf? Á nú að ganga yfir þá á skítugum skónum? Þeir hafa talað máli Hollendinga og Englendinga. Verið mjög duglegir og einbeittir.“ Sem sagt ég, Indriði og Þórólfur Matthíasson við erum talsmenn Hollendinga og Englendinga. Hvað er að? Einn kallaði mig nafnlaust að vísu hluta af stofnanaveldinu. Vingjarnlegt! En þetta voru sem betur fer ekki einu viðbrögðin; nokkrir sögðust vilja stofna málfrelsisfélag og það strax. En það var reyndar í einkanótum til mín. Þeir vilja helst ekki koma fram; þeir hafa orðið fyrir persónulegum og meiðandi árásum þegar þeir hafa rekið tána ofan í umræðulaugina. Það verður að segja sannleikann. Það verður að fá að segja það fullum fetum að töfin á Icesave-málinu hefur gert þúsundir manna atvinnulausa. Það stafar af því að vextir eru hærri en ella væri. Og af því að lánsfjármögnun fæst ekki til þjóðarbúsins. Og gengið er allt of lágt. Það verður að reyna að þróa opna og heiðarlega umræðu og leiða málið til lykta; ekki með öskrum. Meðan stór hluti opinberrar umræðu stendur á öskrunum birtast svona tíðindi í blöðunum eins og í mbl.is 6. apríl: „Alþjóðlega greiningarfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í morgun að það hefði breytt horfum fyrir lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, úr stöðugum í neikvæðar, aðallega vegna óvissunnar um Icesave-málið.“ Niðurstaða matsfyrirtækisins er því miður staðreynd; þeir sem kalla eftir rökum þurfa bara að horfa í kringum sig í staðinn fyrir að reyna að gera menn tortryggilega með hópuppnefnum. Málfrelsisfélag virðist vera brýn hugmynd.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar