Erlent

Ný dögun hjá Bandaríkjaher í Írak

MYND/AP

Bandaríkjastjórn hefur nú ákveðið að breyta heiti stríðsaðgerða sinna í Írak. Aðgerðirnar voru framan af kallaðar „Operation Iraqi Freedom", eða Frelsun Íraks.

Nú hefur ríkisstjórn Baraks Obama ákveðið að framvegis verði stríðið kallað „Operation New Dawn" eða Ný dögun. Þetta heiti hefur Bandaríkjaher raunar notað áður í landinu.

Operation New Dawn var heiti á mikilli árás á borgina Falluja árið 2004, en þar fórust hundruð almennra borgara og þúsundir fóru á vergang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×