Lífið

Kattarkonan í næstu mynd um Leðurblökumanninn?

Halle Berry fór síðast með hlutverk Kattarkonunnar, en nafn hennar hefur ekki komið upp í umræðum um nýju Batman-myndina. Hér sést Berry í klóm fjallaljónynjunnar Sharon Stone í Catwoman, sem þótti afar misheppnuð mynd.
Halle Berry fór síðast með hlutverk Kattarkonunnar, en nafn hennar hefur ekki komið upp í umræðum um nýju Batman-myndina. Hér sést Berry í klóm fjallaljónynjunnar Sharon Stone í Catwoman, sem þótti afar misheppnuð mynd.

Batman-nördar um allan heim myndu örugglega fagna ef Kattarkonan yrði í næstu mynd um hetjuna. Nú gengur sá orðrómur um netheima að búið sé að skrifa hana inn í næstu mynd.

Nördasíðan GeekTyrant.com varpaði sprengju inn í umræðuna um væntanlega kvikmynd Christophers Nolan um Batman í gær. Samkvæmt heimildum vefsíðunnar hefur persóna að nafni Selina Kyle verið skrifuð inn í myndina. Þeir sem þekkja myndasögurnar um Batman vita að þetta er nafn konunnar sem síðar varð hin kynþokkafulla Kattarkona. Halle Berry túlkaði Kattarkonuna síðast í mynd frá árinu 2004 sem þótti ekki góð.

Næsta Batman-mynd verður sú þriðja í röðinni frá Nolan, sem hefur tekist að færa myndirnar um hetjuna upp á hærra plan. Talið er að The Riddler snúi aftur sem vondi karlinn í næstu mynd og Batman-nördarnir á vefsíðunni GeekTyrant telja kjörið að aðalkvenpersónan verði Kattarkonan víðfræga.

„Við lítum á þetta sem orðróm í dag, en þetta er skemmtilegt umræðuefni," segir fréttaritari GeekTyran. „Ég sé fyrir mér að Nolan myndi nota Kattarkonuna í myndinni og ég held að aðdáendurnir hafi ekkert á móti því að fá nýja og kynþokkafulla Kattarkonu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.