Erlent

Gascoigne ætlar að láta morðingjann fá bjór

Paul Gascoigne er mættur á svæðið til að hjálpa.
Paul Gascoigne er mættur á svæðið til að hjálpa.
Knattspyrnugoðsögnin Paul Gascoigne er mættur til Rothbury og segist vera vinur Raoul Moat. Í viðtali við útvarpsstöðina Metro segist hann ætla að láta Moat fá lítið af kjúkling,farsíma, bjór og eitthvað til að hlýja sér með.

„Ég er kominn alla leið frá Newcastle til Rothbury til að hitta hann og spjalla aðeins við hann. Ég ábyrgist það að Moaty mun ekki skjóta mig. Ég er góður vinur hans," sagði Gascoigne við blaðamenn áður en hann fór að spjalla við Raoul.

Paul segir að þeir hafi kynnst þegar hann vann sem útkastari í Newcastle. Lögreglan heldur því hins vegar fram að Gascoigne þekki ekki Moat.

Umboðsmaður Gascoigne skilur hvorki upp né niður í því að hann sé mættur á svæðið. „Er hann hvað? Ég er að snæða kvöldverð hér á Mæjorka. Ég á ekki til orð."


Tengdar fréttir

Umsátrið um morðingjann heldur áfram - myndir

Lögreglan í Bretlandi hefur umkringt morðingjann Raoul Moat við árbakka í bænum Rothbury. Raoul liggur þar á jörðinni og miðar byssu að hnakkanum. Samningamenn hafa reynt að fá Raoul til að gefast upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×