Erlent

Elín Woods fær 96 milljarða króna

Óli Tynes skrifar
Woods fjölskyldan þegar allt lék í lyndi.
Woods fjölskyldan þegar allt lék í lyndi.

Elín Nordgren eiginkona Tigers Wood fær að sögn breska blaðsins The Sun 500 milljónir sterlingspunda við skilnað þeirra hjóna. Það eru um níutíu og sex milljarða íslenskra króna.

Eldric Tont Woods eins og kylfingurinn heitir fullu nafni þarf því að gjalda framhjáhald sitt dýru verði.

Elín fær forsjá tveggja barna þeirra og húseignir út um allar trissur. Þar að auki er í skilnaðarsamningnum klásúla um að engin ógift kona megi koma nálægt börnunum þegar þau eru í heimsókn hjá föður sínum.

Elín lofar á móti að hvorki segja frá né skrifa um hjónaband þeirra og framhjáhaldi Tigers. Ef hún gerir það missir hún allt góssið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×