Erlent

Continental stefnt vegna flugslyss í Frakklandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ AFP.
Mynd/ AFP.
Continental flugfélaginu og fimm mönnum sem tengjast því verður stefnt fyrir rétt í Frakklandi vegna flugslyss sem varð í júlí árið 2000.

Slysið varð með þeim hætti að eldur kviknaði í væng og einum hreyfli Concorde farþegaþotu, þegar að hún var í flugtaki á Charles De Gaulle flugvelli. Flugvélin hrapaði síðan logandi á hótel, með þeim afleiðingum að fjórir á hótelinu fórust ásamt 109 manns sem voru í flugvélinni.

Slysið er rakið til þess að málmstykki datt af Continental vél, sem fór í loftið af sömu flugbraut, rétt áður en Concorde vélin hóf sig þar til flugs , en talið er að stykkið hafi orsakað slysið. Slysið markaði upphaf endaloka farþegaflugs, með hljóðfráum Concorde þotum.

BBC greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×