Erlent

Heimamenn ráða við verkið

Sjálfstæði fagnað Tvö ár liðin frá sjálfstæði Kosovo.Nordicphotos7AFP
Sjálfstæði fagnað Tvö ár liðin frá sjálfstæði Kosovo.Nordicphotos7AFP

Hasim Thaci, forsætisráðherra Kosovo, segir enga hættu á því að ástandið í landinu versni eftir að fækkað verður í herliði Atlantshafsbandalagsins, nú þegar tvö ár eru liðin frá því að landið lýsti yfir sjálfstæði.

Hann segir að öryggissveitir heimamanna, sem hermenn NATO hafa þjálfað til verka, eigi að vera fullfærar um að taka að sér „það hlutverk sem öryggissveitir hafa í sjálfstæðum ríkjum“. Átta þúsund manna öryggissveitir landsins eru einkum skipaðar fyrrverandi uppreisnarmönnum, sem börðust gegn Serbum í Kosovo-stríðinu 1998-1999.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×