Kviknaði í tuskudýri út frá nýrri jólaseríu 8. desember 2010 06:30 Ljósaserían er af gerðinni Shining Blick og bræddi tuskudýrið og plastið í kringum perurnar. fréttablaðið/anton Sprenging í fjólublárri ljósaseríu sem keypt var í Húsasmiðjunni í Skútuvogi um helgina varð til þess að það kviknaði í tuskudýri tveggja ára stúlku. Serían var í sambandi á gólfi svefnherbergis stúlkunnar, Mínervu Geirdal Freysdóttur, sem var í fastasvefni þegar atvikið átti sér stað, um hálf tvö á mánudagsnótt. Jóhanna Geirdal, móðir stúlkunnar, segir seríuna ennþá hafa verið logandi þegar hún kom inn í herbergi dóttur sinnar, en hún varð vör við óvenju mikil læti í kettlingnum Loka, sem hljóp um íbúðina með miklum látum. Loki og Mínerva sofa saman í herbergi stúlkunnar og var kötturinn afar órólegur fyrir framan dyrnar. „Stelpan var vakandi í rúminu þegar ég kom inn og það tók á móti mér þessi hrikalega lykt,“ segir Jóhanna. „Þegar mér varð litið á seríuna var ennþá kveikt á henni og bangsinn stóð í ljósum logum upp við hana.“ Mínerva hefur líklega hent tuskudýrinu sínu á seríuna, sem gerði það að verkum að eldur braust út. Perustæðin höfðu bráðnað en ljósin héldust kveikt þar til Jóhanna tók snúruna úr sambandi. „Ég ætlaði fyrst að setja seríuna á jólatréð, sem er úr plasti. Það hefði verið skemmtilegur bruni,“ segir Jóhanna. Auður Auðunsdóttir, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi, segir að tegundin verði tekin strax úr sölu. „Við tökum þetta úr hillunum í einum grænum,“ segir hún. „Við fáum seríurnar hjá innlendum birgjum, en höfum einungis selt þetta í nokkrar vikur.“ Daníel Guðbrandsson, framkvæmdastjóri heildsölu Egilsson hf. sem er umboðsaðili fyrir Shining Blick-ljósaseríurnar hér á landi, hefur ekki heyrt um svona atvik áður. „Ég hef selt fleiri þúsund seríur úr þessari sendingu í mörg ár og ekki fengið neinar kvartanir til þess. En maður getur aldrei verið viss um að eitt eintak inn á milli geti ekki verið gallað,“ segir Daníel. sunna@frettabladid.is Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Sprenging í fjólublárri ljósaseríu sem keypt var í Húsasmiðjunni í Skútuvogi um helgina varð til þess að það kviknaði í tuskudýri tveggja ára stúlku. Serían var í sambandi á gólfi svefnherbergis stúlkunnar, Mínervu Geirdal Freysdóttur, sem var í fastasvefni þegar atvikið átti sér stað, um hálf tvö á mánudagsnótt. Jóhanna Geirdal, móðir stúlkunnar, segir seríuna ennþá hafa verið logandi þegar hún kom inn í herbergi dóttur sinnar, en hún varð vör við óvenju mikil læti í kettlingnum Loka, sem hljóp um íbúðina með miklum látum. Loki og Mínerva sofa saman í herbergi stúlkunnar og var kötturinn afar órólegur fyrir framan dyrnar. „Stelpan var vakandi í rúminu þegar ég kom inn og það tók á móti mér þessi hrikalega lykt,“ segir Jóhanna. „Þegar mér varð litið á seríuna var ennþá kveikt á henni og bangsinn stóð í ljósum logum upp við hana.“ Mínerva hefur líklega hent tuskudýrinu sínu á seríuna, sem gerði það að verkum að eldur braust út. Perustæðin höfðu bráðnað en ljósin héldust kveikt þar til Jóhanna tók snúruna úr sambandi. „Ég ætlaði fyrst að setja seríuna á jólatréð, sem er úr plasti. Það hefði verið skemmtilegur bruni,“ segir Jóhanna. Auður Auðunsdóttir, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi, segir að tegundin verði tekin strax úr sölu. „Við tökum þetta úr hillunum í einum grænum,“ segir hún. „Við fáum seríurnar hjá innlendum birgjum, en höfum einungis selt þetta í nokkrar vikur.“ Daníel Guðbrandsson, framkvæmdastjóri heildsölu Egilsson hf. sem er umboðsaðili fyrir Shining Blick-ljósaseríurnar hér á landi, hefur ekki heyrt um svona atvik áður. „Ég hef selt fleiri þúsund seríur úr þessari sendingu í mörg ár og ekki fengið neinar kvartanir til þess. En maður getur aldrei verið viss um að eitt eintak inn á milli geti ekki verið gallað,“ segir Daníel. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira