Formaður FLE: „Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel“ 12. maí 2010 10:43 Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni. „Ég hef ekki náð að kynna mér þessi mál til þess að átta mig almennilega á því hver eðlileg viðbrögð eru," segir Þórir Ólafsson, formaður félags löggiltra endurskoðenda (FLE) spurður hvort stjórnin ætli að bregðast við því að framkvæmdarstjóri félagsins, Sigurður B. Arnþórsson, er sérstaklega nefndur í stefnu slitanefnd Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. PricewaterhouseCoopers (PwC) hefur einnig verið stefnt fyrir að brjóta gegn starfsskyldum sínum í störfum fyrir Glitni seinnihluta ársins 2007 að því er segir í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fyrir dómstóli í New York og birt er á vefsíðu slitastjórnarinnar. „Félagið (FLE) tekur þetta eflaust til umfjöllunar," segir Þórir sem vinnur einnig hjá PricewaterhouseCoopers. Í stefnu Glitnis koma fram ásakanir um slæm vinnubrögð PwC. Í stefnunni má nefna að PwC hafi vitað að ein af skýrslum þeirra væri fölsk hvað staðreyndir varðar. PwC varð ekki við kröfum Fjármálaeftirlitsins (FME) um að greina á réttann hátt frá tengdum aðilum bankans fyrir skuldabréfaútboðið í New York sem greint er frá í annarri frétt hér á síðunni. PwC gaf út yfirlýsingar sem beinlínís voru rangar. Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni. Sigurður hafi m.a. staðið að undirbúningnum fyrir skuldabréfaútboð og hafi skrifað undir skýrslu PwC til FME um útboðið og þá skýrslu sem fylgdi með útboðinu í New York. Þórir segir að það sé hugsanlegt að menn dragi sig til hlés séu málsatvik með þeim hætti.„Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel," segir Þórir sem rekur þann varnagla að hann hafi ekki séð skýrslu Glitnis og geti því ekki tjáð sig efnislega um málið. Tengdar fréttir Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis. 12. maí 2010 09:23 Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
„Ég hef ekki náð að kynna mér þessi mál til þess að átta mig almennilega á því hver eðlileg viðbrögð eru," segir Þórir Ólafsson, formaður félags löggiltra endurskoðenda (FLE) spurður hvort stjórnin ætli að bregðast við því að framkvæmdarstjóri félagsins, Sigurður B. Arnþórsson, er sérstaklega nefndur í stefnu slitanefnd Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. PricewaterhouseCoopers (PwC) hefur einnig verið stefnt fyrir að brjóta gegn starfsskyldum sínum í störfum fyrir Glitni seinnihluta ársins 2007 að því er segir í stefnu þeirri sem slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fyrir dómstóli í New York og birt er á vefsíðu slitastjórnarinnar. „Félagið (FLE) tekur þetta eflaust til umfjöllunar," segir Þórir sem vinnur einnig hjá PricewaterhouseCoopers. Í stefnu Glitnis koma fram ásakanir um slæm vinnubrögð PwC. Í stefnunni má nefna að PwC hafi vitað að ein af skýrslum þeirra væri fölsk hvað staðreyndir varðar. PwC varð ekki við kröfum Fjármálaeftirlitsins (FME) um að greina á réttann hátt frá tengdum aðilum bankans fyrir skuldabréfaútboðið í New York sem greint er frá í annarri frétt hér á síðunni. PwC gaf út yfirlýsingar sem beinlínís voru rangar. Í stefnunni segir að Sigurður B. Arnþórsson hafi verið sá endurskoðandi hjá PwC sem helst bar ábyrgð á vinnu PwC fyrir Glitni. Sigurður hafi m.a. staðið að undirbúningnum fyrir skuldabréfaútboð og hafi skrifað undir skýrslu PwC til FME um útboðið og þá skýrslu sem fylgdi með útboðinu í New York. Þórir segir að það sé hugsanlegt að menn dragi sig til hlés séu málsatvik með þeim hætti.„Ef álitin eru röng þá hafa menn ekki staðið sig vel," segir Þórir sem rekur þann varnagla að hann hafi ekki séð skýrslu Glitnis og geti því ekki tjáð sig efnislega um málið.
Tengdar fréttir Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis. 12. maí 2010 09:23 Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Glitnir hélt upplýsingum leyndum fyrir FME Stjórn Glitnis hélt mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) árið 2007. Um er að ræða upplýsingar um lánveitingar bankans til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdra aðila. Þessi lán voru langt umfram lög og reglur um hve hátt hlutfall þessi lán máttu vera sem hlutfall af eigin fé Glitnis. 12. maí 2010 09:23
Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann." 12. maí 2010 08:24
Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56