Handbolti

Gummersbach vann Lemgo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson, til vinstri, í leik með Gummersbach.
Róbert Gunnarsson, til vinstri, í leik með Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts
Gummersbach gefur ekkert eftir í baráttunni um Evrópusæti en liðið vann í gær góðan sigur á Lemgo á heimavelli, 29-24.

Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach í leiknum en Vignir Svavarsson tvö fyrir Lemgo. Logi Geirsson var ekki í leikmannahópi liðsins.

Gummersbach er nú með 41 stig í sjötta sæti deildarinnar, rétt eins og Rhein-Neckar Löwen sem er í því fimmta vegna betra markahlutfalls. Göppingen er svo í fjórða sæti með 42 stig en bæði síðarnefndu liðin eiga leik til góða.

Flensburg er svo í þriðja sæti með 44 stig og er samkvæmt því á leið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð ásamt toppliðum Hamborgar og Kiel.

Liðin í fjórða og fimmta sæti fá svo þátttökurétt í EHF-bikarkeppninni.

Hamburg og Kiel unnu bæði sína leiki í kvöld og er því Hamburg enn með eins stigs forystu á toppi deildarinnar.

Hamburg vann Wetzlar, 31-19, og Kiel vann sömuleiðis öruggan sigur á Lübbecke, 34-26.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel í kvöld. Heiðmar Felixsson skoraði tvö fyrir Lübbecke og Þórir Ólafsson eitt.

Þá vann Füchse Berlin góðan sigur á Grosswallstadt á útivelli, 29-25. Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir fyrrnefnda liðið en Einar Hólmgeirsson náði ekki að skora fyrir Grosswallstadt.

Bæði lið eru nú með 34 stig í 8.-9. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Lemgo sem er í sjöunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×