Erlent

Á sjötta tug látnir í Indlandi

Yfirvöld telja að skemmdaverk hafa verið unnin á lestarteinunum.
Yfirvöld telja að skemmdaverk hafa verið unnin á lestarteinunum. Mynd/AP

Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir að tvær lestir rákust saman í norðausturhluta Indlands í nótt. Yfirvöld telja að skemmdaverk hafa verið unnin á lestarteinunum sem varð til þess lest með yfir 200 farþega og flutningalest lentu saman.

Skæruliðar Maóista eru sagðir bera ábyrgð á tilræðinu en þeir berjast fyrir rétti fátækra bænda og farandverkamanna. Skæruliðarnir hafa hert aðgerðir sínar undanfarin ár í Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×