Dustin Hoffman á í samningaviðræðum um að leikstýra Quarted, mynd um sérstakt heimili fyrir óperusöngvara á eftirlaunum. Eins og lýsingin á myndinni gefur til kynna, er um grínmynd að ræða.
Gert er ráð fyrir að Dame Maggie Smith og Albert Finney leiki aðalhluverkin í myndinni. Handritið er byggt á leikriti frá árinu 1999.
Hoffman er kominn á áttræðisaldur og því er kannski ekkert óeðlilegt að efnið höfði til hans.
Hoffman gerir grínmynd
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið






Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun


Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni

