Erlent

Blair situr ekki aðgerðarlaus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er nóg að gera hjá Tony Blair.
Það er nóg að gera hjá Tony Blair.
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur ráðið sig sem ráðgjafa áhættufjárfestingafyrirtækisins Khosla, sem sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænni tækni. Fyrirtækið er starfrækt í Silicon Valley í Kaliforníu.

Blair hefur ekki setið aðgerðarlaus eftir að hann lét af störfum sem forsætisráðherra. Hann tók þátt í kosningabaráttu Verkamannaflokksins fyrir nýliðnar þingkosningar. Þá hefur hann verið sérstakur friðarsendiherra í Mið-Austurlöndum. Hann er jafnframt ráðgjafi hjá JP Morgan bankanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×