Húsbændur og hjú Þorvaldar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 29. desember 2010 06:00 Stjórnlagaþingskosningarnar skiluðu því sem að var stefnt, stjórnlagaþingi þar sem fólki af landsbyggðinni er úthýst. Helsti sigurvegarinn Þorvaldur Gylfason var ánægður með niðurstöðuna og hafði engar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar. Hann sagði í sjónvarpsviðtali fyrir fjórum vikum að borg og sveit væru systur og að þeim myndi sem góðum systrum semja vel á stjórnlagaþinginu. Þorvaldur telur hins vegar að þeim systrum semji illa í kjördæmafyrirkomulaginu sem notað er við Alþingiskosningar, þar sem of margar systur sveitarinnar sitja til borðs með borginni. Það skipulag segir Þorvaldur að sé bæði ranglátt og orsaki spillingu í stjórnmálunum. Yfirlýsing Þorvaldar er þá sú að sveitasystir geti ekki gætt hlutar borgarsystur og því þurfi borgarsystirirn að gera það sjálf og þar að auki verði borgarsystirnin að taka að sér hlutverk sveitadömunnar. Að öðrum kosti muni þeim systrum ekki semja. Þá verður niðurstaðan eins og á stjórnlagaþinginu, sem er framundan, að sveitasysturinni er vísað frá borði og er ætlað það eitt að þjóna hinum útvöldu og óspilltu til borðs, þegjandi og hljóðalaust. Krafan um jafnt vægi atkvæða er ekki þegar allt er á botninn hvolft, krafa um jafnræði í afmörkuðum skilningi, heldur yfirlýsing um að hinir hæfari búi í borginni og hinir vanhæfari og spilltari þar fyrir utan. Þorvaldur Gylfason fellst fúslega á þær leikreglur að konur á höfuðborgarsvæðinu eigi að fá sínar kynsystur sem sína fulltrúa á stjórnlagaþinginu og að hann geti ekki verið kosinn fulltrúi þeirra. En hann fullkomlega sannfærður um það að hann eigi að vera fulltrúi kjósenda sveitarinnar, karla sem kvenna. Þeir kjósendur eru að hans mati af einhverjum ástæðum ekki þess verðugir að velja úr sínum hópi fulltrúa á fulltrúasamkomu þjóðarinnar. Ef svo yrði áfram þá mun þeim systrum borg og sveit ekki semja vel. Eina fyrirkomulagið sem Þorvaldur og skoðanabræður hans boða að friður geti verið um sé 19. aldar stéttarskipting þjóðarinnar í húsbændur og hjú með jafnaðarstefnu þar sem sumir eru jafnari en aðrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingskosningarnar skiluðu því sem að var stefnt, stjórnlagaþingi þar sem fólki af landsbyggðinni er úthýst. Helsti sigurvegarinn Þorvaldur Gylfason var ánægður með niðurstöðuna og hafði engar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar. Hann sagði í sjónvarpsviðtali fyrir fjórum vikum að borg og sveit væru systur og að þeim myndi sem góðum systrum semja vel á stjórnlagaþinginu. Þorvaldur telur hins vegar að þeim systrum semji illa í kjördæmafyrirkomulaginu sem notað er við Alþingiskosningar, þar sem of margar systur sveitarinnar sitja til borðs með borginni. Það skipulag segir Þorvaldur að sé bæði ranglátt og orsaki spillingu í stjórnmálunum. Yfirlýsing Þorvaldar er þá sú að sveitasystir geti ekki gætt hlutar borgarsystur og því þurfi borgarsystirirn að gera það sjálf og þar að auki verði borgarsystirnin að taka að sér hlutverk sveitadömunnar. Að öðrum kosti muni þeim systrum ekki semja. Þá verður niðurstaðan eins og á stjórnlagaþinginu, sem er framundan, að sveitasysturinni er vísað frá borði og er ætlað það eitt að þjóna hinum útvöldu og óspilltu til borðs, þegjandi og hljóðalaust. Krafan um jafnt vægi atkvæða er ekki þegar allt er á botninn hvolft, krafa um jafnræði í afmörkuðum skilningi, heldur yfirlýsing um að hinir hæfari búi í borginni og hinir vanhæfari og spilltari þar fyrir utan. Þorvaldur Gylfason fellst fúslega á þær leikreglur að konur á höfuðborgarsvæðinu eigi að fá sínar kynsystur sem sína fulltrúa á stjórnlagaþinginu og að hann geti ekki verið kosinn fulltrúi þeirra. En hann fullkomlega sannfærður um það að hann eigi að vera fulltrúi kjósenda sveitarinnar, karla sem kvenna. Þeir kjósendur eru að hans mati af einhverjum ástæðum ekki þess verðugir að velja úr sínum hópi fulltrúa á fulltrúasamkomu þjóðarinnar. Ef svo yrði áfram þá mun þeim systrum borg og sveit ekki semja vel. Eina fyrirkomulagið sem Þorvaldur og skoðanabræður hans boða að friður geti verið um sé 19. aldar stéttarskipting þjóðarinnar í húsbændur og hjú með jafnaðarstefnu þar sem sumir eru jafnari en aðrir.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun