Einkamálum fækkar 3. nóvember 2010 06:45 Símon Sigvaldason Um 9.700 einkamál hafa verið höfðuð fyrir héraðsdómstólum landsins fyrstu níu mánuði ársins. Það er mikil fækkun frá því á síðasta ári, þegar tæplega 17.300 mál voru höfðuð á sama níu mánaða tímabili. Þessar upplýsingar koma fram í samantekt dómsmálaráðs Íslands sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Einkamál eru höfðuð telji einhver sig eiga kröfu á einstakling eða fyrirtæki, í langflestum tilvikum er um peningakröfu að ræða, segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs Íslands. Hann segir að smærri mál vegna lágra skulda rati í mun minna mæli til héraðsdómstóla eftir að breytingar voru gerðar á þingfestingargjaldi. Áður þurftu þeir sem höfða vildu einkamál að greiða 3.900 króna gjald til að fá málið þingfest. Í ár var gjaldið tæplega fjórfaldað, og er nú um 15 þúsund krónur að lágmarki. „Það var ótrúlega mikið af einkamálum sem vörðuðu lágar upphæðir,“ segir Símon. Langsamlega flest einkamál eru útkljáð án þess að sá sem stefnt er taki til varna, og lýkur þeim málum ekki með formlegum dómi. Starfsmaður dómsins fer yfir kröfurnar og metur hvort þær eigi við rök að styðjast. Ef svo er lýkur málinu með áritun dómstólsins sem staðfestir að kröfurnar séu teknar til greina, segir Símon. Mikil fækkun þessara minni einkamála dregur afar lítið úr álagi á dómstólana, segir Símon. Afgreiðsla þeirra hafi verið í höndum aðstoðarmanna dómara, þó dómarar beri alltaf endanlega ábyrgð á afgreiðslu málanna. „Það er vissulega jákvætt að málum fækki, en þetta þýðir auðvitað ekki að því fólki sem telur sig eiga kröfur á einhverja í samfélaginu fækki,“ segir Símon. Þetta hafi með öðrum orðum þær afleiðingar að fólk sitji uppi með smærri kröfur og geti ekki sótt rétt sinn með góðu móti sökum kostnaðar. Símon segir að þetta ætti að auka þrýstinginn á stjórnvöld um að taka upp svokallaða smámálameðferð með svipuðum hætti og gert hafi verið á hinum Norðurlöndunum. Þar getur fólk borið minni mál upp við dómstóla í gegnum vefinn án fulltingis lögmanna, og fengið úrlausn sinna mála án mikils tilkostnaðar. Vilji sá sem stefnt er bregðast við stefnunni geti hann gert það með því að setja fram sín rök í málinu í stuttu máli, sem og gögn sem styðja hans málstað. Þegar það er komið er dæmt í málinu, en haldi stefndi ekki uppi vörnum lýkur því með sama hætti og í smærri málum nú, með áritun dómstólsins. Símon segir að dómsmálaráðuneytið sé nú að meta hvort þessi leið verði farin hér á landi. Þörfin fyrir þetta úrræði hafi aukist mikið, eins og endurspeglist í tölum yfir fjölda mála. „Fólk sér einfaldlega að það er glapræði að stefna inn málum vegna lágra fjárhæða, og það þarf að vera til úrræði fyrir það fólk,“ segir Símon. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Um 9.700 einkamál hafa verið höfðuð fyrir héraðsdómstólum landsins fyrstu níu mánuði ársins. Það er mikil fækkun frá því á síðasta ári, þegar tæplega 17.300 mál voru höfðuð á sama níu mánaða tímabili. Þessar upplýsingar koma fram í samantekt dómsmálaráðs Íslands sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Einkamál eru höfðuð telji einhver sig eiga kröfu á einstakling eða fyrirtæki, í langflestum tilvikum er um peningakröfu að ræða, segir Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs Íslands. Hann segir að smærri mál vegna lágra skulda rati í mun minna mæli til héraðsdómstóla eftir að breytingar voru gerðar á þingfestingargjaldi. Áður þurftu þeir sem höfða vildu einkamál að greiða 3.900 króna gjald til að fá málið þingfest. Í ár var gjaldið tæplega fjórfaldað, og er nú um 15 þúsund krónur að lágmarki. „Það var ótrúlega mikið af einkamálum sem vörðuðu lágar upphæðir,“ segir Símon. Langsamlega flest einkamál eru útkljáð án þess að sá sem stefnt er taki til varna, og lýkur þeim málum ekki með formlegum dómi. Starfsmaður dómsins fer yfir kröfurnar og metur hvort þær eigi við rök að styðjast. Ef svo er lýkur málinu með áritun dómstólsins sem staðfestir að kröfurnar séu teknar til greina, segir Símon. Mikil fækkun þessara minni einkamála dregur afar lítið úr álagi á dómstólana, segir Símon. Afgreiðsla þeirra hafi verið í höndum aðstoðarmanna dómara, þó dómarar beri alltaf endanlega ábyrgð á afgreiðslu málanna. „Það er vissulega jákvætt að málum fækki, en þetta þýðir auðvitað ekki að því fólki sem telur sig eiga kröfur á einhverja í samfélaginu fækki,“ segir Símon. Þetta hafi með öðrum orðum þær afleiðingar að fólk sitji uppi með smærri kröfur og geti ekki sótt rétt sinn með góðu móti sökum kostnaðar. Símon segir að þetta ætti að auka þrýstinginn á stjórnvöld um að taka upp svokallaða smámálameðferð með svipuðum hætti og gert hafi verið á hinum Norðurlöndunum. Þar getur fólk borið minni mál upp við dómstóla í gegnum vefinn án fulltingis lögmanna, og fengið úrlausn sinna mála án mikils tilkostnaðar. Vilji sá sem stefnt er bregðast við stefnunni geti hann gert það með því að setja fram sín rök í málinu í stuttu máli, sem og gögn sem styðja hans málstað. Þegar það er komið er dæmt í málinu, en haldi stefndi ekki uppi vörnum lýkur því með sama hætti og í smærri málum nú, með áritun dómstólsins. Símon segir að dómsmálaráðuneytið sé nú að meta hvort þessi leið verði farin hér á landi. Þörfin fyrir þetta úrræði hafi aukist mikið, eins og endurspeglist í tölum yfir fjölda mála. „Fólk sér einfaldlega að það er glapræði að stefna inn málum vegna lágra fjárhæða, og það þarf að vera til úrræði fyrir það fólk,“ segir Símon.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira