Snoop of reyktur fyrir hollenska tónlistarhátíð 18. júní 2010 11:00 Snoop varð ekki afhuga Hollandi vegna þessa vesens og ætlar áfram að heimsækja landið árlega. Snoop Dogg er þekktur fyrir ást sína á plöntunni grænu - rétt eins og réttarkerfi Hollands. Honum var samt meinað að koma fram á fjölskylduhátíð þar í landi, en hyggst engu að síður heimsækja Holland árlega. Bandaríska rapparanum Snoop Dogg hefur verið meinað að koma fram á tónleikum í Haag í Hollandi sem hann hafði verið bókaður á. Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum er Snoop ekki nógu fjölskylduvænn fyrir hátíðina Parkpop sem fer fram í enda júní. Yfirvöld í Haag ásamt lögreglunni þrýstu á aðstandendur hátíðarinnar að afbóka Snoop, en á meðal annarra listamanna á hátíðinni eru hin þýska Nena, sem sló gegn með laginu 99 Red Balloons og leik- og söngkonan Juliette Lews, sem spilaði eitt sinn á Iceland Airwaves-hátíðinni. Parkpop-hátíðin leitar nú að listamanni til að fylla skarð Snoops, sem var þekktasta nafn hátíðarinnar. Hátíðin ku vera ein stærsta fjölskylduvæna tónlistarhátíð Evrópu en bandarískir fjölmiðlar furða sig á þessari ákvörðun þar sem ímynd Snoops þar í landi er frekar fjölskylduvæn. Hann hefur til að mynda stofnað ameríska fótboltadeild fyrir börn. Það má því gera ráð fyrir að stórbrotinn áhugi Snoops á grænu plöntunni hafi truflað lögreglu og yfirvöld - þrátt fyrir frjálslyndi Hollendinga á því sviði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem dyrum er lokað á trýnið á Snoop. Honum var bannað að koma til Bretlands fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið vandræðum á Heathrow-flugvellinum í London árið 2006. Eiturlyfja- og vopnaburðarbrot í Los Angeles hafa einnig orðið til þess að honum hefur verið meinað að ferðast til Ástralíu. En hinn 38 ára gamli Snoop ferðast reglulega til Hollands af augljósum ástæðum og hyggst halda tónleika þar árlega, þó að hann fái ekki að koma fram á fjölskylduhátíðinni í Haag. Tengdar fréttir Snoop eins og reykskrímslið í Lost Söngkonunni Katy Perry brá svo þegar rapparinn Snoop Dogg labbaði inn í hljóðver til hennar um daginn að hún líkir honum við reykskrímslið úr Lost. 1. júní 2010 16:00 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Snoop Dogg er þekktur fyrir ást sína á plöntunni grænu - rétt eins og réttarkerfi Hollands. Honum var samt meinað að koma fram á fjölskylduhátíð þar í landi, en hyggst engu að síður heimsækja Holland árlega. Bandaríska rapparanum Snoop Dogg hefur verið meinað að koma fram á tónleikum í Haag í Hollandi sem hann hafði verið bókaður á. Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum er Snoop ekki nógu fjölskylduvænn fyrir hátíðina Parkpop sem fer fram í enda júní. Yfirvöld í Haag ásamt lögreglunni þrýstu á aðstandendur hátíðarinnar að afbóka Snoop, en á meðal annarra listamanna á hátíðinni eru hin þýska Nena, sem sló gegn með laginu 99 Red Balloons og leik- og söngkonan Juliette Lews, sem spilaði eitt sinn á Iceland Airwaves-hátíðinni. Parkpop-hátíðin leitar nú að listamanni til að fylla skarð Snoops, sem var þekktasta nafn hátíðarinnar. Hátíðin ku vera ein stærsta fjölskylduvæna tónlistarhátíð Evrópu en bandarískir fjölmiðlar furða sig á þessari ákvörðun þar sem ímynd Snoops þar í landi er frekar fjölskylduvæn. Hann hefur til að mynda stofnað ameríska fótboltadeild fyrir börn. Það má því gera ráð fyrir að stórbrotinn áhugi Snoops á grænu plöntunni hafi truflað lögreglu og yfirvöld - þrátt fyrir frjálslyndi Hollendinga á því sviði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem dyrum er lokað á trýnið á Snoop. Honum var bannað að koma til Bretlands fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið vandræðum á Heathrow-flugvellinum í London árið 2006. Eiturlyfja- og vopnaburðarbrot í Los Angeles hafa einnig orðið til þess að honum hefur verið meinað að ferðast til Ástralíu. En hinn 38 ára gamli Snoop ferðast reglulega til Hollands af augljósum ástæðum og hyggst halda tónleika þar árlega, þó að hann fái ekki að koma fram á fjölskylduhátíðinni í Haag.
Tengdar fréttir Snoop eins og reykskrímslið í Lost Söngkonunni Katy Perry brá svo þegar rapparinn Snoop Dogg labbaði inn í hljóðver til hennar um daginn að hún líkir honum við reykskrímslið úr Lost. 1. júní 2010 16:00 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Snoop eins og reykskrímslið í Lost Söngkonunni Katy Perry brá svo þegar rapparinn Snoop Dogg labbaði inn í hljóðver til hennar um daginn að hún líkir honum við reykskrímslið úr Lost. 1. júní 2010 16:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“