Lífið

Cheryl Cole reynir að jafna sig á skilnaðinum

Cheryl Cole reynir að gleyma sínum fyrrverandi með því að sökkva sér í vinnu.
Cheryl Cole reynir að gleyma sínum fyrrverandi með því að sökkva sér í vinnu.
Söngkonan kynþokkafulla Cheryl Cole er byrjuð að tala við sjálfa sig, en sumir segja að það sé fyrsta merki um geðbilun. Í hennar tilviki er það óttinn við að vera einmana sem fær hana til að forðast þöglar stundir.

Cheryl skildi nýlega við eiginmann sinn, fótboltakappann Ashley Cole úr Chelsea, og hefur nú sökkt sér í vinnu, segir í breska götublaðinu The Sun. Þannig reynir hún að jafna sig á skilnaðinum við eiginmanninn ótrúa.

„Ég ferðast um allan heim og hef aldrei tíma fyrir sjálfa mig," sagði Cheryl í viðtali, en hún flaug frá Los Angeles til Parísar í vikunni og hafði þá heimsótt fimm borgir á fimm dögum. „Mér finnst þetta allt í lagi því ég þoli ekki að vera ein. Ég vil vera upptekin til að halda orkunni flæðandi. Ég yrði heiladauð ef ég gerði það ekki. Þannig að ég hef meira en nóg að gera, jafnvel þótt það þýði að ég byrji að tala við sjálfa mig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.