Handbolti

Magnaður sigur hjá Berlin gegn Hamburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander í baráttunni við leikmenn hamburg. Bongarts.
Alexander í baráttunni við leikmenn hamburg. Bongarts.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar stigu stríðdans í kvöld eftir að þeim hafði tekist að leggja topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, Hamburg, af velli í sextán liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar.

Lokatölur 31-27 fyrir Fuchse Berlin sem var undir í leikhléi, 15-16.

Berlin átti magnaðan kafla um miðbik seinni hálfleiks þar sem liðið breytti stöðunni úr 22-22 í 26-22. Þann mun náði Hamburg aldrei að brúa.

Alexander Petersson átti stórleik fyrir Berlin eins og svo oft áður og skoraði 7 mörk í leiknum og var magnaður í vörninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×