Lífið

Penelope staðfestir óléttuna

Penelope Cruz. MYND/Cover Media
Penelope Cruz. MYND/Cover Media

Leikkonan Penelope Cruz er gengin fjóran og hálfan mánuð með sitt fyrsta barn.

Penelope giftist leikaranum Javier Bardem í júlí á þessu ári en síðan þá hafa sögusagnir um að þau eigi von á barni verið háværar.

Leikkonan hefur verið upptekin við að leika í kvikmyndinni Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides þar sem sístækkandi magi hennar hefur vakið athygli nærstaddra.

 

Fjölmiðlafulltrúi Penelope frá sér eftirfarandi tilkynningu:

„Penelope Cruz is er gengin fjóran og hálfan mánuði með sitt fyrsta barn. Í þessum töluðu orðum er hún á leið til Lundúna þar sem hún vinnur við að leika í fjórðu Pirates of the Caribbean en tökum á henni líkur innan skamms"

Penelope og Javier kynntust árið 2007. Þau hafa ávallt lagt sig fram við að halda sambandinu fjarri fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.