Erlent

Ósiðlegt að fjárfesta í tóbaki

Öskubakki
Öskubakki

Eftirlaunasjóður norska ríkisins, Olíusjóðurinn svokallaði, ætlar að selja hlutabréf sín í sautján tóbaksframleiðslufyrirtækjum fyrir alls 1,8 milljarða evra og lýsir því jafnframt yfir að hann muni ekki fjárfesta framvegis í tóbaksframleiðslu. Frá þessu er greint á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.

Siðanefnd sjóðsins er sögð hafa lagt þetta til við ríkisstjórn Noregs og Sigbjörn Johnsen fjármálaráðherra fengið afdráttarlausan stuðning í Stórþinginu við ákvörðun sína.

„Siðareglur Olíusjóðsins norska og framkvæmd þeirra hafa jafnan víðtæk áhrif í fjármálaheiminum, enda er sjóðurinn umsvifamikill alþjóðlegur fjárfestir og áhrifamikill eftir því. Mörg dæmi eru um að aðrir öflugir fjárfestar fylgi í kjölfar Olíusjóðsins,“ segir á vefnum. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×