Erlent

Fimmtán daga í húsarústum

Óli Tynes skrifar

Sextán ára stúlku var í gær bjargað úr húsarústum á Haítí eftir að hafa legið þar grafin í fimmtán daga.

Hún var sködduð á fótum og uppþornuð en mun að líkindum ná sér að fullu. Það var frönsk björgunarsveit sem gróf hana upp.

Mikill fögnuður braust út hjá mannfjölda sem fylgdist með björguninni.

Karlmanni var bjargað úr rústum í fyrradag og menn eru nú farnir að spyrja sig hvort stjórnvöld hafi verið einum of fljót að blása af skipulagða leit í húsarústum. Það var gert fyrir rúmri viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×