Vistunarmat aldraðra 28. janúar 2010 06:00 Jón Snædal skrifar um heilbrigðismál Fyrirkomulag á vistunarmati fyrir aldraða hefur verið gagnrýnt að undanförnu og ýmis dæmi nefnd um óréttmæta afgreiðslu þar sem umsóknum hefur verið hafnað. Sérstaklega hefur verið talað um að þetta geti komið illa við einstaklinga með heilabilun þar sem aðstandendur veita mikla þjónustu. Þar sem ég hef starfað lengi við öldrunarlækningar með vandamál heilabilaðra einstaklinga sem aðal viðfangsefni hef ég ágætan samanburð við það kerfi sem áður var við lýði. Núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 2007 og fyrsta heila árið með nýjum vistunarmatsreglum var 2008. Þegar tölur eru skoðaðar fer ekki milli mála að mikið hefur áunnist. Í ársbyrjun 2008 voru um 340 manns í bið eftir hjúkrunarheimili þar af um 140 á Landspítalanum. Núna eru þeir um 70 þar af um 30 á Landspítalanum. Af þessum 30 eru 18 á sérstakri hjúkrunardeild innan spítalans. Þessi breyting hefur því skipt sköpum um þjónustu spítalans við aldraða einstaklinga og á stóran þátt í því að hægt hefur verið að mæta niðurskurði í rekstri án verulegrar skerðingar á þjónustu þó það hafi í sjálfu sér ekki verið tilgangurinn. Þetta þýðir einnig að þeir sem fá samþykkt vistunarmat þurfa að bíða mun skemur en áður og kerfið allt er skilvirkara. Nú eru einstaklingar ekki á biðlista „til öryggis“ eins og áður var lenzka. Enginn fer á biðlista fyrr en hann er í fullri þörf fyrir að fara á hjúkrunarheimili. Forgangsröðun er mun skilvirkari og það eru þeir sem metnir eru í mestri þörf sem fá vistun. Hjúkrunarheimili er dýrasta stig þeirrar þjónustu sem samfélagið veitir og því mikilvægt að vel sé með það farið og aðrir kostir reyndir til þrautar. Þegar mál einstaklinga eru skoðuð fer hins vegar tvennum sögum af þessu nýja kerfi. Eins og áður segir bíða þeir sem fá vistunarmat mun skemur en áður hefði þurft og þeir hafa því mikinn hag af þessum breytingum. Gagnrýnin snýr hins vegar að þeim sem hafnað er. Þessi gagnrýni er stundum réttmæt og flest okkar hafa séð dæmi um slíkt og látið skoðun okkar í ljós. Í sumum tilvikum er ástæðan sú að upplýsingar sem veittar eru benda ekki nægilega vel á þörfina. Í öðrum tilvikum tel ég vistunarmatsnefndina túlka full þröngt eigin reglur um að öll önnur úrræði þurfi að vera reynd. Stundum eru eðlilegar ástæður fyrir því að úrræðin hafa ekki verið notuð t.d. að ljóst sé að þau muni ekki duga. Þetta á ekki síst við um heilabilaða einstaklinga og þess hafa sést nokkur dæmi. Því er þörf á endurskoðun. Gera má breytingar án þess að kerfinu verði umbylt. Það væri mikið ólán ef ákveðið yrði að snúa aftur til þess sem var, að allir sem beiðni er gerð fyrir færu á biðlista. Fara þarf yfir þau tilvik sem hafa verið gagnrýnd og læra af þeim. Einnig þarf að vera hægt að áfrýja málum sem er hafnað. Brýnt er að ráðuneyti félagsmála komi sér upp hópi fagfólks sem tekur áfrýjanir til umfjöllunar. Sá hópur þarf að vera jafn skjótur og skilvirkur og vistunarmatsnefndin. Annar stjórnarflokkanna hefur lýst því yfir að nauðsynlegt sé að byggja 400 ný hjúkrunarheimili á kjörtímabilinu. Ef núverandi kerfi fær að halda sér með vissum breytingum þarf hugsanlega ekki að byggja þau öll en ef horfið er til fyrra fyrirkomulags er líklegt að þessi fjöldi dugi alls ekki til. Þar sem rekstur hvers rýmis á hjúkrunarheimili kostar 7-10 milljónir á ári er ljóst að það er mikið hagsmunamál fyrir samfélagið allt að vel takist til. Höfundur er yfirlæknir á lyflæknissviði Landspítalans á Landakoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Snædal skrifar um heilbrigðismál Fyrirkomulag á vistunarmati fyrir aldraða hefur verið gagnrýnt að undanförnu og ýmis dæmi nefnd um óréttmæta afgreiðslu þar sem umsóknum hefur verið hafnað. Sérstaklega hefur verið talað um að þetta geti komið illa við einstaklinga með heilabilun þar sem aðstandendur veita mikla þjónustu. Þar sem ég hef starfað lengi við öldrunarlækningar með vandamál heilabilaðra einstaklinga sem aðal viðfangsefni hef ég ágætan samanburð við það kerfi sem áður var við lýði. Núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 2007 og fyrsta heila árið með nýjum vistunarmatsreglum var 2008. Þegar tölur eru skoðaðar fer ekki milli mála að mikið hefur áunnist. Í ársbyrjun 2008 voru um 340 manns í bið eftir hjúkrunarheimili þar af um 140 á Landspítalanum. Núna eru þeir um 70 þar af um 30 á Landspítalanum. Af þessum 30 eru 18 á sérstakri hjúkrunardeild innan spítalans. Þessi breyting hefur því skipt sköpum um þjónustu spítalans við aldraða einstaklinga og á stóran þátt í því að hægt hefur verið að mæta niðurskurði í rekstri án verulegrar skerðingar á þjónustu þó það hafi í sjálfu sér ekki verið tilgangurinn. Þetta þýðir einnig að þeir sem fá samþykkt vistunarmat þurfa að bíða mun skemur en áður og kerfið allt er skilvirkara. Nú eru einstaklingar ekki á biðlista „til öryggis“ eins og áður var lenzka. Enginn fer á biðlista fyrr en hann er í fullri þörf fyrir að fara á hjúkrunarheimili. Forgangsröðun er mun skilvirkari og það eru þeir sem metnir eru í mestri þörf sem fá vistun. Hjúkrunarheimili er dýrasta stig þeirrar þjónustu sem samfélagið veitir og því mikilvægt að vel sé með það farið og aðrir kostir reyndir til þrautar. Þegar mál einstaklinga eru skoðuð fer hins vegar tvennum sögum af þessu nýja kerfi. Eins og áður segir bíða þeir sem fá vistunarmat mun skemur en áður hefði þurft og þeir hafa því mikinn hag af þessum breytingum. Gagnrýnin snýr hins vegar að þeim sem hafnað er. Þessi gagnrýni er stundum réttmæt og flest okkar hafa séð dæmi um slíkt og látið skoðun okkar í ljós. Í sumum tilvikum er ástæðan sú að upplýsingar sem veittar eru benda ekki nægilega vel á þörfina. Í öðrum tilvikum tel ég vistunarmatsnefndina túlka full þröngt eigin reglur um að öll önnur úrræði þurfi að vera reynd. Stundum eru eðlilegar ástæður fyrir því að úrræðin hafa ekki verið notuð t.d. að ljóst sé að þau muni ekki duga. Þetta á ekki síst við um heilabilaða einstaklinga og þess hafa sést nokkur dæmi. Því er þörf á endurskoðun. Gera má breytingar án þess að kerfinu verði umbylt. Það væri mikið ólán ef ákveðið yrði að snúa aftur til þess sem var, að allir sem beiðni er gerð fyrir færu á biðlista. Fara þarf yfir þau tilvik sem hafa verið gagnrýnd og læra af þeim. Einnig þarf að vera hægt að áfrýja málum sem er hafnað. Brýnt er að ráðuneyti félagsmála komi sér upp hópi fagfólks sem tekur áfrýjanir til umfjöllunar. Sá hópur þarf að vera jafn skjótur og skilvirkur og vistunarmatsnefndin. Annar stjórnarflokkanna hefur lýst því yfir að nauðsynlegt sé að byggja 400 ný hjúkrunarheimili á kjörtímabilinu. Ef núverandi kerfi fær að halda sér með vissum breytingum þarf hugsanlega ekki að byggja þau öll en ef horfið er til fyrra fyrirkomulags er líklegt að þessi fjöldi dugi alls ekki til. Þar sem rekstur hvers rýmis á hjúkrunarheimili kostar 7-10 milljónir á ári er ljóst að það er mikið hagsmunamál fyrir samfélagið allt að vel takist til. Höfundur er yfirlæknir á lyflæknissviði Landspítalans á Landakoti.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar