Erlent

Hinn síðasti Bonanza feðganna látinn

Óli Tynes skrifar
Bonanza feðgarnir: Pernell Roberts, Lorne Green, Michael Landon og Dan Blocker.
Bonanza feðgarnir: Pernell Roberts, Lorne Green, Michael Landon og Dan Blocker.

Sjónvarpsþættirnir um Cartwright kúreka-feðgana á búgarðinum Ponderosa nutu mikilla vinsælda á sjötta áratug síðustu aldar.

Hinn síðasti leikaranna fjögurra Pernell Roberts lést síðastliðinn sunnudag, áttatíu og eins árs að aldri.

Roberts sem lék hinn vígfima Adam setti Hollywood á annan endann þegar hann hætti í þáttunum einmitt þegar þeir nutu mestra vinsælda.

Mörgum árum síðar komst hann aftur á toppinn þegar hann lék aðalhlutverk í þáttaröð um lækninn Trapper John.

Annar leikari sem einnig náði miklum vinsældum í annarri þáttaröð var Michael Landon. Þættirnir voru Húsið á sléttunni.

Húsið á sléttunni var oftar en ekki tveggja vasaklúta dæmi. Sem varð til þess að gárungarnir kölluðu þættina; Grenjað á gresjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×