Handbolti

Ísland mætir Frakklandi í undanúrslitum á laugardag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Karabatic í kröppum dansi í leiknum í kvöld.
Karabatic í kröppum dansi í leiknum í kvöld.

Frakkar lögðu Pólverja, 29-24, í Innsbruck í kvöld og því er ljóst að Frakkar verða andstæðingar Íslendinga í undanúrslitaleiknum á laugardag.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Króatía og Pólland.

Leikur Íslands og Frakklands er að sjálfsögðu endurtekning á úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking. Þá fóru Frakkar illa með okkur og Ísland á því harma að hefna.

Frakkar hafa ekki verið eins sannfærandi á þessu móti líkt og á síðustu mótum en þeir eru ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar.

Feykisterkt lið engu að síður og ljóst að Ísland mun þurfa að eiga toppleik á laugardag til þess að komast í sjálfan úrslitaleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×