Viðskipti innlent

NI hf. leiðréttir ársreikning sinn vegna vantaldra ábyrgða

Mynd/Vísir.

NI hf. hefur leiðrétt ársreikning sinn fyrir síðasta ár þar sem 3,3 milljarða kr. skekkja hefur komið í ljós, þ.e. vantaldar ábyrgðir vegna tengdra aðila.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að til áréttingar varðandi ábyrgðir N1 hf. í ársreikningum 2008 og 2009 vill félagið koma eftirfarandi á framfæri:

Í ársreikningi 2009 eru ábyrgðir félagsins kr. 12,7 milljarðar sbr. skýringu nr. 19.

Komið hefur í ljós að í ársreikningi 2008 eru vantaldar ábyrgðir vegna tengdra aðila að fjárhæð kr. 1,7 miljarður í ársbyrjun, en kr. 3,3 milljarðar í árslok vegna gengisbreytinga.

Þessar upplýsingar hafa hvorki áhrif á niðurstöður rekstrar né efnahag félagsins.

Rétt þykir að benda á að N1 hf. hefur ekki tekist á hendur nýjar ábyrgðarskuldbindingar á árunum 2008 og 2009.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×