Handbolti

Austurríki lauk leik með stæl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Roland Schlinger var frábær á mótinu.
Roland Schlinger var frábær á mótinu. mynd/DIENER

Dagur Sigurðsson er einn af mönnum EM 2010 en hann hefur náð lygilega góðum árangri með austurríska landsliðið í keppninni.

Fór með liðið í milliriðil, sem kom mörgum á óvart, og þar stóð liðið sig einnig vel.

Í dag luku Austurríkismenn keppni með því að leggja Rússa að velli, 30-31.

Austurríki því með þrjú stig í milliriðlinum sem hlýtur að teljast frábær árangur hjá Degi og félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×