Erlent

Svínshöfuð sett í tvær moskur

Rannsóknarlögreglumaður lætur í pokasvínshöfð sem fannst í mosku í Kúala Lúmpúr í gær.Fréttablaðið/AP
Rannsóknarlögreglumaður lætur í pokasvínshöfð sem fannst í mosku í Kúala Lúmpúr í gær.Fréttablaðið/AP

Gestir tveggja moskna í Kúala Lúmpúr í Malasíu gengu fram á afskorin svínshöfuð þegar þeir gengu til bæna í gær. Atburðurinn kemur í kjölfar árása á kirkjur og deilur um notkun kristinna á orðinu „Allah" fyrir guð, hefur fréttastofa AP eftir staðaryfirvöldum.

Vanvirðingin við helga staði múslima er sögð sú alvarlegasta sem átt hefur sér stað eftir margvísleg skemmdarverk og árásir á ellefu kirkjur, eitt musteri síka, eina mosku og tvo bænastaði múslima í landinu. Meirihluti íbúa Malasíu er múslimar, en þeir álíta svín vera „óhreinar" skepnur.- óká








Fleiri fréttir

Sjá meira


×