Ísland í undanúrslit á EM 28. janúar 2010 11:27 Strákarnir okkar fagna í dag. Mynd/DIENER Íslenska landsliðið í handknattleik er komið í undanúrslit á EM eftir frábæran sigur á Noregi, 35-34. Þetta er annað stórmótið í röð sem liðið kemst í undanúrslit. Ísland leiddi nær allan leikinn og þegar liðið lenti undir í síðari hálfleik stigu strákarnir heldur betur á bensínið og lönduðu glæsilegum og sanngjörnum sigri. Ísland mætir Póllandi, Frakklandi eða Spáni í undanúrslitum. Hver andstæðingurinn verður ræðst ekki fyrr en öllum leikjum er lokið í kvöld. Ísland-Noregur 35-34 (18-16) Mörk Íslands: Arnór Atlason 10, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4/3, Róbert Gunnarsson 4, Ólafur Stefánsson 4, Alexander Petersson 3, Vignir Svavarsson 2, Aron Pálmarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. Leik lokið: 35-34 fyrir Ísland. Strákarnir okkar eru komnir í undanúrslit á EM. Stórkostlegur árangur. 59. mín: Arnór með sitt níunda mark, 34-32. Löke með skot framhjá. Arnór skorar tíunda markið. Þetta er komið. 35-32. 58. mín: Ólafur með skot fram hjá. Björgvin ver á ögurstundu sem fyrr. 33-32. 56. mín: Löke fiskar víti. Tvedten á punktinn og skorar af öryggi. 33-31. Guðjón skýtur í stöng. Löke fær aftur víti þó svo vörnin hafi sleppt honum strax. Strákarnir ætla ekki að fá ódýrar tvær mínútur. Tvedten á punktinn og skorar enn á ný, 33-32. 55. mín: Aron með skot framhjá en við vinnum boltann og Ásgeir skorar úr hraðaupphlaupi, 33-30 og Norðmenn taka leikhlé. Erum 6-2 eftir að Norðmenn komust yfir. 54. mín: Mamelund minnkar muninn í eitt mark, 31-30. Óli enn tekinn úr umferð. Róbert með boltann en ekkert dæmt. Tvedten í dauðafæri en Bjöggi ver stórkostlega. Þvílikt mikilvægar vörslur hjá Björgvini. Róbert skorar eftir sendingu Arnórs. Björgvin ver aftur. 32-30. 52. mín: Strand vinur okkar með svakalegt mark, hans fimmta í leiknum. Arnór gengur af göflunum og skorar sitt áttunda mark, 31-29. 51. mín: Nú er dæmdur ruðningur á Norðmenn og Arnór skorar úr hraðaupphlaupi. Svona á að svara því að lenda undir, þvílíkur karakter. 30-28. 50. mín: Alexander brýtur ísinn eins og svo oft áður og jafnar. Björgvin byrjar á að verja sem er góðs viti. Vignir skorar og Ísland aftur yfir, 29-28. 49. mín: Enn einn ruðningurinn og Norðmenn komast yfir. Hvað er að gerast?? 27-28 fyrir Noreg. 48. mín: Enn dæmdur ruðningur á íslenska liðið. Norðmenn jafna, 27-27. Björgvin kemur aftur í markið. 47. mín: Aron ískaldur sem fyrr og skorar sitt annað mark í leiknum. Norðmenn taka enn og aftur frákast og skora. Ruðningur dæmdur á Guðjón Val. Lund skorar aftur, forskotið góða farið. 27-26. 45. mín: Strand tekur Óla Stef úr umferð núna en þá stígur Aron upp og skorar. Loksins fjögurra marka forysta. Mamelund fljótur að svara fyrir Norðmenn, 26-23. Dómarar enn að reka af velli fyrir engar sakir, þeir eru ekki að dæma handboltaleik. Lund skorar þegar Norðmenn eru manni færri, 26-24. 43. mín: Alexander skorar úr hraðaupphlaupi eftir að hver furðudómurinn hafði rekið annan. Dómararnir í tómu tjóni en bitnar svipað á báðum liðum. 25-22. 42. mín: Aron kemur í skyttustöðuna núna. Snorri fiskar víti og fer sjálfur á punktinn þó svo hann hafi klúðrað áðan. Hann gerir það ekki núna. 24-21. 40. mín: Norðmenn gefast ekki upp frekar en fyrri daginn. Þetta verður barningur allt til enda. 23-21. 38. mín: Vignir stal boltanum áðan og Guðjón kom Íslandi í þriggja marka forystu, 22-19. Borge Lund nú hent af velli. Brottrekstrar bitna á báðum liðum en Ísland oftar af velli. Arnór með enn eitt markið, 23-20. 35. mín: Vörnin að standa vel og Hreiðar ver. Sverre samt hent af velli, þetta er algjört bíó. Tvedten skorar, 20-19. 33. mín: Síðari hálfleikur byrjar ágætlega, leiðum með tveim mörkum, 20-18. Hálfleikur: Ísland-Noregur 18-16 Mörk Íslands:Arnór Atlason 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3/2, Róbert Gunnarsson 3, Ólafur Stefánsson 2, Vignir Svavarsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 5, Hreiðar Levý Guðmundsson 4/1 Hálfleikur: 18-16 fyrir Ísland. Róbert skoraði úr hraðaupphlaupi í síðustu sókn Íslands. Fínasti fyrri hálfleikur hjá Íslandi sem er 30 mínútum frá undanúrslitasæti. Sóknin fín en vörn og markvarsla verið betri. 29. mín: Ólafur skoraði eftir leikhléið. Boltinn síðan dæmdur af Norðmönnum og ruðningur dæmdur á Aron. Tvedten skýtur í stöng. 17-16. 29. mín: Björnsen jafnar leikinn, 16-16. Guðmundur tekur leikhlé. 27. mín: Hreiðar að byrja vel, ver núna frá Kjelling. Köstum boltanum síðan frá okkur. Erum ekki að nýta okkur markvörslu Hreiðars. Myrhol skorar úr hraðaupphlaupi. Þetta er æsispennandi leikur, 16-15. 26. mín: Norðmenn nýta sér ekki þessa markvörslu, klúðra og Ólafur skorar með glæsilegu langskoti. 16-14 fyrir Ísland. 25. mín: Arnór óstöðvandi og skorar sitt fimmta mark í leiknum. Björnsen svarar að bragði. Róbert klikkar á línunni en vinnum boltann, Ásgeir einn í gegn en Ege ver aftur. Sá er heitur. 24. mín: Hreiðar áfram í markinu og ver vel úr horninu. Norðmenn halda boltanum. Hreiðar ver aftur en Norðmenn halda enn boltanum. Löke fiskar víti, gengur illa að hemja þunga Norðmanninn. Tvedten aftur á punktinn og hann skorar. 14-13. 22. mín: Það er ekkert leyft, þetta er eins og körfubolti. Norðmenn fá víti og Ólafur tveggja mínútna brottvísun. Hreiðar reynir að verja vítið frá Mamelund og ver laglega. Magnað. Kjelling skorar fyrir Norðmenn. 14-12. 21. mín: Löke minnkar muninn en Arnór svarar af bragði. Er að fara illa með félaga sinn hjá FCK, Steinar Ege, sem stendur í norska markinu. Kjelling skorar gott mark. Arnór með sendingu á Vigni núna sem skorar, 14-11. Norðmenn taka leikhlé. 20. mín: Björgvin ver vel, þurfum meira frá honum. Hann er vonandi að hitna. Arnór með glæsilegt mark. 12-9. 18. mín: Strand skorar og Ingimundi vikið beint aftur af velli. Ótrúlega harðir þessir spænsku dómarar. Ætla ekki að leyfa neitt. Gengur ótrúlega vel manni færri. Guðjón inn á Róbert sem fiskar víti og mann af velli. Ef þetta er línan þá verður maður af velli í öðru hvoru liðinu allan leikinn. Snorri skorar úr vítinu, 11-9. 16. mín: Aron Pálmarsson kemur inn af bekknum eins og svo oft þegar við erum manni færri. Reyndar tveimur færri núna. Ólafur með skot sem Ege ver. Ingimundur laumar sér inn á og stelur boltanum. Guðjón skorar úr hraðaupphlaupi, 10-8, og við enn færri. 15. mín: Nýtum yfirtöluna vel og Guðjón skorar og kemur Íslandi yfir, 8-7. Ingimundi vikið af velli í tvær mínútur eftir átök við Löke. Arnór rekinn af velli skömmu síðar, þetta er dýrt enda brottvísunin ódýr. Guðjón Valur stelur boltanum og skorar. 9-7 og Ísland tveimur færri. Magnað. 13. mín: Snorri með skot í vörnina og framhjá. Smá hikst á sókninni en Róbert skorar laglegt mark og fiskar Kjelling af velli. Róbert búinn að vera magnaður á þessu móti. Nú þarf vörnin og markvarslan að koma. 7-7. 12. mín: Ólafur fiskar víti. Snorri tekur vítið og skorar örugglega, 6-6. Guðjón Valur klúðrar hraðaupphlaupi og Norðmenn svara með því að skora. Aftur var það Strand. 6-7. 10. mín: Alexander með glórulaust skot hátt yfir, ólíkt honum. Skotin að klikka þessa stundina. Björgvin ver vel frá Löke en Norðmenn fá víti. Tvedten aftur á punktinn og hann kemur Noregi yfir, 5-6. 8. mín: Fyrsta skot Ólafs er varið af vörninni. Arnór skýtur í stöngina. Borge Lund jafnar leikinn, 5-5. 6. mín: Fyrsta sóknin sem klúðrast en vinnum boltann og Guðjón skorar úr hraðaupphlaupi, 5-4 fyrir Ísland. 5. mín: Arnór heldur áfram að brillera á þessu móti og skorar aftur, 4-3. Kjelling er einnig sjóðheitur og skorar. 4-4 4. mín: Kjelling jafnar að bragði en strákarnir keyra hraða sókn og Róbert kemur Íslandi yfir, 3-2. Kjetil Strand í norska liðinu. Hann skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM 2006 án þess að þjálfaranum dytti í hug að taka hann úr umferð. Strand skorar þriðja mark Norðmanna, 3-3. 2. mín: Havard Tvedten jafnar úr vítakasti. Léttir fyrir manninn sem klúðraði víti á ögurstundu gegn Dönum. Arnór svarar að bragði. 2-1. 1. mín: Byrjunarlið Íslands er hefðbundið sem fyrr. Björgvin, Róbert, Guðjón, Arnór, Snorri, Ólafur og Alexander. Snorri skorar fyrsta markið. 1-0. Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik er komið í undanúrslit á EM eftir frábæran sigur á Noregi, 35-34. Þetta er annað stórmótið í röð sem liðið kemst í undanúrslit. Ísland leiddi nær allan leikinn og þegar liðið lenti undir í síðari hálfleik stigu strákarnir heldur betur á bensínið og lönduðu glæsilegum og sanngjörnum sigri. Ísland mætir Póllandi, Frakklandi eða Spáni í undanúrslitum. Hver andstæðingurinn verður ræðst ekki fyrr en öllum leikjum er lokið í kvöld. Ísland-Noregur 35-34 (18-16) Mörk Íslands: Arnór Atlason 10, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4/3, Róbert Gunnarsson 4, Ólafur Stefánsson 4, Alexander Petersson 3, Vignir Svavarsson 2, Aron Pálmarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. Leik lokið: 35-34 fyrir Ísland. Strákarnir okkar eru komnir í undanúrslit á EM. Stórkostlegur árangur. 59. mín: Arnór með sitt níunda mark, 34-32. Löke með skot framhjá. Arnór skorar tíunda markið. Þetta er komið. 35-32. 58. mín: Ólafur með skot fram hjá. Björgvin ver á ögurstundu sem fyrr. 33-32. 56. mín: Löke fiskar víti. Tvedten á punktinn og skorar af öryggi. 33-31. Guðjón skýtur í stöng. Löke fær aftur víti þó svo vörnin hafi sleppt honum strax. Strákarnir ætla ekki að fá ódýrar tvær mínútur. Tvedten á punktinn og skorar enn á ný, 33-32. 55. mín: Aron með skot framhjá en við vinnum boltann og Ásgeir skorar úr hraðaupphlaupi, 33-30 og Norðmenn taka leikhlé. Erum 6-2 eftir að Norðmenn komust yfir. 54. mín: Mamelund minnkar muninn í eitt mark, 31-30. Óli enn tekinn úr umferð. Róbert með boltann en ekkert dæmt. Tvedten í dauðafæri en Bjöggi ver stórkostlega. Þvílikt mikilvægar vörslur hjá Björgvini. Róbert skorar eftir sendingu Arnórs. Björgvin ver aftur. 32-30. 52. mín: Strand vinur okkar með svakalegt mark, hans fimmta í leiknum. Arnór gengur af göflunum og skorar sitt áttunda mark, 31-29. 51. mín: Nú er dæmdur ruðningur á Norðmenn og Arnór skorar úr hraðaupphlaupi. Svona á að svara því að lenda undir, þvílíkur karakter. 30-28. 50. mín: Alexander brýtur ísinn eins og svo oft áður og jafnar. Björgvin byrjar á að verja sem er góðs viti. Vignir skorar og Ísland aftur yfir, 29-28. 49. mín: Enn einn ruðningurinn og Norðmenn komast yfir. Hvað er að gerast?? 27-28 fyrir Noreg. 48. mín: Enn dæmdur ruðningur á íslenska liðið. Norðmenn jafna, 27-27. Björgvin kemur aftur í markið. 47. mín: Aron ískaldur sem fyrr og skorar sitt annað mark í leiknum. Norðmenn taka enn og aftur frákast og skora. Ruðningur dæmdur á Guðjón Val. Lund skorar aftur, forskotið góða farið. 27-26. 45. mín: Strand tekur Óla Stef úr umferð núna en þá stígur Aron upp og skorar. Loksins fjögurra marka forysta. Mamelund fljótur að svara fyrir Norðmenn, 26-23. Dómarar enn að reka af velli fyrir engar sakir, þeir eru ekki að dæma handboltaleik. Lund skorar þegar Norðmenn eru manni færri, 26-24. 43. mín: Alexander skorar úr hraðaupphlaupi eftir að hver furðudómurinn hafði rekið annan. Dómararnir í tómu tjóni en bitnar svipað á báðum liðum. 25-22. 42. mín: Aron kemur í skyttustöðuna núna. Snorri fiskar víti og fer sjálfur á punktinn þó svo hann hafi klúðrað áðan. Hann gerir það ekki núna. 24-21. 40. mín: Norðmenn gefast ekki upp frekar en fyrri daginn. Þetta verður barningur allt til enda. 23-21. 38. mín: Vignir stal boltanum áðan og Guðjón kom Íslandi í þriggja marka forystu, 22-19. Borge Lund nú hent af velli. Brottrekstrar bitna á báðum liðum en Ísland oftar af velli. Arnór með enn eitt markið, 23-20. 35. mín: Vörnin að standa vel og Hreiðar ver. Sverre samt hent af velli, þetta er algjört bíó. Tvedten skorar, 20-19. 33. mín: Síðari hálfleikur byrjar ágætlega, leiðum með tveim mörkum, 20-18. Hálfleikur: Ísland-Noregur 18-16 Mörk Íslands:Arnór Atlason 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3/2, Róbert Gunnarsson 3, Ólafur Stefánsson 2, Vignir Svavarsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 5, Hreiðar Levý Guðmundsson 4/1 Hálfleikur: 18-16 fyrir Ísland. Róbert skoraði úr hraðaupphlaupi í síðustu sókn Íslands. Fínasti fyrri hálfleikur hjá Íslandi sem er 30 mínútum frá undanúrslitasæti. Sóknin fín en vörn og markvarsla verið betri. 29. mín: Ólafur skoraði eftir leikhléið. Boltinn síðan dæmdur af Norðmönnum og ruðningur dæmdur á Aron. Tvedten skýtur í stöng. 17-16. 29. mín: Björnsen jafnar leikinn, 16-16. Guðmundur tekur leikhlé. 27. mín: Hreiðar að byrja vel, ver núna frá Kjelling. Köstum boltanum síðan frá okkur. Erum ekki að nýta okkur markvörslu Hreiðars. Myrhol skorar úr hraðaupphlaupi. Þetta er æsispennandi leikur, 16-15. 26. mín: Norðmenn nýta sér ekki þessa markvörslu, klúðra og Ólafur skorar með glæsilegu langskoti. 16-14 fyrir Ísland. 25. mín: Arnór óstöðvandi og skorar sitt fimmta mark í leiknum. Björnsen svarar að bragði. Róbert klikkar á línunni en vinnum boltann, Ásgeir einn í gegn en Ege ver aftur. Sá er heitur. 24. mín: Hreiðar áfram í markinu og ver vel úr horninu. Norðmenn halda boltanum. Hreiðar ver aftur en Norðmenn halda enn boltanum. Löke fiskar víti, gengur illa að hemja þunga Norðmanninn. Tvedten aftur á punktinn og hann skorar. 14-13. 22. mín: Það er ekkert leyft, þetta er eins og körfubolti. Norðmenn fá víti og Ólafur tveggja mínútna brottvísun. Hreiðar reynir að verja vítið frá Mamelund og ver laglega. Magnað. Kjelling skorar fyrir Norðmenn. 14-12. 21. mín: Löke minnkar muninn en Arnór svarar af bragði. Er að fara illa með félaga sinn hjá FCK, Steinar Ege, sem stendur í norska markinu. Kjelling skorar gott mark. Arnór með sendingu á Vigni núna sem skorar, 14-11. Norðmenn taka leikhlé. 20. mín: Björgvin ver vel, þurfum meira frá honum. Hann er vonandi að hitna. Arnór með glæsilegt mark. 12-9. 18. mín: Strand skorar og Ingimundi vikið beint aftur af velli. Ótrúlega harðir þessir spænsku dómarar. Ætla ekki að leyfa neitt. Gengur ótrúlega vel manni færri. Guðjón inn á Róbert sem fiskar víti og mann af velli. Ef þetta er línan þá verður maður af velli í öðru hvoru liðinu allan leikinn. Snorri skorar úr vítinu, 11-9. 16. mín: Aron Pálmarsson kemur inn af bekknum eins og svo oft þegar við erum manni færri. Reyndar tveimur færri núna. Ólafur með skot sem Ege ver. Ingimundur laumar sér inn á og stelur boltanum. Guðjón skorar úr hraðaupphlaupi, 10-8, og við enn færri. 15. mín: Nýtum yfirtöluna vel og Guðjón skorar og kemur Íslandi yfir, 8-7. Ingimundi vikið af velli í tvær mínútur eftir átök við Löke. Arnór rekinn af velli skömmu síðar, þetta er dýrt enda brottvísunin ódýr. Guðjón Valur stelur boltanum og skorar. 9-7 og Ísland tveimur færri. Magnað. 13. mín: Snorri með skot í vörnina og framhjá. Smá hikst á sókninni en Róbert skorar laglegt mark og fiskar Kjelling af velli. Róbert búinn að vera magnaður á þessu móti. Nú þarf vörnin og markvarslan að koma. 7-7. 12. mín: Ólafur fiskar víti. Snorri tekur vítið og skorar örugglega, 6-6. Guðjón Valur klúðrar hraðaupphlaupi og Norðmenn svara með því að skora. Aftur var það Strand. 6-7. 10. mín: Alexander með glórulaust skot hátt yfir, ólíkt honum. Skotin að klikka þessa stundina. Björgvin ver vel frá Löke en Norðmenn fá víti. Tvedten aftur á punktinn og hann kemur Noregi yfir, 5-6. 8. mín: Fyrsta skot Ólafs er varið af vörninni. Arnór skýtur í stöngina. Borge Lund jafnar leikinn, 5-5. 6. mín: Fyrsta sóknin sem klúðrast en vinnum boltann og Guðjón skorar úr hraðaupphlaupi, 5-4 fyrir Ísland. 5. mín: Arnór heldur áfram að brillera á þessu móti og skorar aftur, 4-3. Kjelling er einnig sjóðheitur og skorar. 4-4 4. mín: Kjelling jafnar að bragði en strákarnir keyra hraða sókn og Róbert kemur Íslandi yfir, 3-2. Kjetil Strand í norska liðinu. Hann skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM 2006 án þess að þjálfaranum dytti í hug að taka hann úr umferð. Strand skorar þriðja mark Norðmanna, 3-3. 2. mín: Havard Tvedten jafnar úr vítakasti. Léttir fyrir manninn sem klúðraði víti á ögurstundu gegn Dönum. Arnór svarar að bragði. 2-1. 1. mín: Byrjunarlið Íslands er hefðbundið sem fyrr. Björgvin, Róbert, Guðjón, Arnór, Snorri, Ólafur og Alexander. Snorri skorar fyrsta markið. 1-0.
Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira