Handbolti

Hægt að komast í handboltaferð til Austurríkis um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ferðaskrifstofan VITA býður upp á EM-ferð til Austurríkis um helgina.
Ferðaskrifstofan VITA býður upp á EM-ferð til Austurríkis um helgina. Mynd/DIENER/Leena Manhart
Ferðaskrifstofan VITA, í samstarfi við Icelandair, býður upp á sérferð til Vínar í Austurríki fari svo að Strákarnir okkar tryggi sér sæti í undanúrslitum EM í handbolta í dag. Innifalið í pakkanum eru miðar á alla fjóra leiki helgarinnar - báða leiki undanúrslita, leikinn um þriðja sætið sem og sjálfan úrslitaleikinn.

Flogið verður á laugardagsmorgun, beint til Vínar í leiguflugi með Icelandair og gist í eina nótt á þriggja stjörnu hóteli. Flogið verður aftur til Íslands á sunnudagskvöldið - vonandi með Evrópumeistaratitil í farteskinu.

Ferðin verður bókanleg á netinu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VITA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×