Innlent

Beðið fyrir manni sem slasaðist alvarlega í eldsvoða

Bruni í Stykkishólmi.
Bruni í Stykkishólmi.

Í kvöld verður haldin bænastund þar sem beðið verður fyrir Þórði Sighvatssyni.

Þórður slasaðist alvarlega í bruna í Stykkishólmi á sunnudaginn. Þórður er þungt haldinn á spítala og berst nú fyrir lífi sínu.

Bænastundin hefst klukkan 21:00 í Bessastaðakirkju. Þórður er fæddur og uppalinn á Álftanesi.

Maðurinn var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu frá Stykkishólmi á sunnudaginn og er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er alvarlega veikur eftir að raðhús sem hann var í brann.

Ekki er vitað hvað olli brunanum en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×