„Snákarnir okkar“ 22. janúar 2010 06:00 Kristján G. Arngrímsson skrifar um samfélagsmál. Fyrir tæpum fjórum árum kom út í Bandaríkjunum bók sem er núna farin að vekja nokkra athygli hérna á Íslandi, í ljósi atburða undanfarinna ára. Bókin heitir Snákar í jakkafötum (Snakes in Suits) og fjallar um siðblindu í viðskiptalífinu. Fjallað var um þetta efni í Fréttaaukanum í Sjónvarpinu um daginn, þar sem geðlæknir sagði m.a. frá bókinni, sem er eftir þá Paul Babiak og Robert D. Hare. Viðfangsefnið í þættinum var, hvort siðblinda kynni að hafa að einhverju leyti valdið því hvernig íslenskt viðskiptalíf þróaðist, með skelfilegum afleiðingum. Vorið 2006, skömmu eftir að bókin kom út, skrifaði ég stutta grein um hana í Moggann. Þá var tíðarandinn reyndar þannig, að ekki mátti halla orði að útrásarvíkingunum. Þeir voru „strákarnir okkar", líkt og handboltalandsliðið. Þess vegna fjallaði greinin á yfirborðinu um stjórnendur Enron, sem þá voru nýdæmdir. Núna eru þessir sömu útrásarvíkingar orðnir „snákar" - og eru meira að segja enn í jakkafötunum og á Range Roverunum - og við viljum ekkert kannast við að þeir tilheyri okkur lengur, nú þegar komið er að skuldadögunum. En hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá eru þeir „snákarnir okkar". Lítum í eigin barm. Við bárum þá á höndum okkar; fjölmiðlar flöðruðu upp um þá og við gleyptum í okkur endalausar „fréttir" um það sem þá hét „endurfjármögnun" en nú er komið í ljós að var ekki annað en að taka meira lán til að borga fyrri lán - eins og þegar maður borgar yfirdráttinn með kreditkortinu. Mogginn - sem var þá vinnustaður minn - fór í heimsókn til Björgólfs í London og birti um hann svo ógagnrýna lofrullu að helst minnti á „fréttir" í Prövdu um Brésnév hér á árum áður. Þetta, og svo margt, margt annað, var í einu orði sagt skelfileg fjölmiðlun. Þetta var ekki fréttaflutningur, þetta var flaður; stimamýkt og höfðingjasleikjuskapur. Og við kokgleyptum þetta allt. Nú verða áreiðanlega margir til að mótmæla því að ég skuli segja „við". Líklega eru það þeir sömu og á sínum tíma skömmuðu mig fyrir að hallmæla útrásarvíkingunum æðislegu. Þess vegna sitjum við uppi með IceSave, eins og iðandi snákapytt sem við grófum sjálf. Hann er kannski eða kannski ekki lagaleg skuldbinding, en hann er, hvort sem okkur líkar betur eða verr, alveg áreiðanlega siðferðisleg skuldbinding. Höfundur er menntaskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Kristján G. Arngrímsson skrifar um samfélagsmál. Fyrir tæpum fjórum árum kom út í Bandaríkjunum bók sem er núna farin að vekja nokkra athygli hérna á Íslandi, í ljósi atburða undanfarinna ára. Bókin heitir Snákar í jakkafötum (Snakes in Suits) og fjallar um siðblindu í viðskiptalífinu. Fjallað var um þetta efni í Fréttaaukanum í Sjónvarpinu um daginn, þar sem geðlæknir sagði m.a. frá bókinni, sem er eftir þá Paul Babiak og Robert D. Hare. Viðfangsefnið í þættinum var, hvort siðblinda kynni að hafa að einhverju leyti valdið því hvernig íslenskt viðskiptalíf þróaðist, með skelfilegum afleiðingum. Vorið 2006, skömmu eftir að bókin kom út, skrifaði ég stutta grein um hana í Moggann. Þá var tíðarandinn reyndar þannig, að ekki mátti halla orði að útrásarvíkingunum. Þeir voru „strákarnir okkar", líkt og handboltalandsliðið. Þess vegna fjallaði greinin á yfirborðinu um stjórnendur Enron, sem þá voru nýdæmdir. Núna eru þessir sömu útrásarvíkingar orðnir „snákar" - og eru meira að segja enn í jakkafötunum og á Range Roverunum - og við viljum ekkert kannast við að þeir tilheyri okkur lengur, nú þegar komið er að skuldadögunum. En hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá eru þeir „snákarnir okkar". Lítum í eigin barm. Við bárum þá á höndum okkar; fjölmiðlar flöðruðu upp um þá og við gleyptum í okkur endalausar „fréttir" um það sem þá hét „endurfjármögnun" en nú er komið í ljós að var ekki annað en að taka meira lán til að borga fyrri lán - eins og þegar maður borgar yfirdráttinn með kreditkortinu. Mogginn - sem var þá vinnustaður minn - fór í heimsókn til Björgólfs í London og birti um hann svo ógagnrýna lofrullu að helst minnti á „fréttir" í Prövdu um Brésnév hér á árum áður. Þetta, og svo margt, margt annað, var í einu orði sagt skelfileg fjölmiðlun. Þetta var ekki fréttaflutningur, þetta var flaður; stimamýkt og höfðingjasleikjuskapur. Og við kokgleyptum þetta allt. Nú verða áreiðanlega margir til að mótmæla því að ég skuli segja „við". Líklega eru það þeir sömu og á sínum tíma skömmuðu mig fyrir að hallmæla útrásarvíkingunum æðislegu. Þess vegna sitjum við uppi með IceSave, eins og iðandi snákapytt sem við grófum sjálf. Hann er kannski eða kannski ekki lagaleg skuldbinding, en hann er, hvort sem okkur líkar betur eða verr, alveg áreiðanlega siðferðisleg skuldbinding. Höfundur er menntaskólakennari.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar