Erlent

Piparúða beitt í Hong Kong

Frá Hong Kong í dag.
Frá Hong Kong í dag. Mynd/AP
Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Hong Kong í dag. Þar var verið að mótmæla áætlunum yfirvalda um að tengja Hong Kong við hraðlestarkerfið á meginlandinu.

Framkvæmdir sem því fylgja hafa verið gagnrýndar en fjölmargir neyðast til að flytja vegna þeirra. Lögreglan í Hong Kong beitti piparúða á mótmælendur sem kröfðust þess fólki á svæðinu yrði leyft að kjósa um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×