Söluferli Sjóvár á lokastigum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2010 18:54 Söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá er nú á lokasprettinum en aðeins vantar samþykki Seðlabankans. Kaupendur eru Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells, lífeyrissjóðir, Arion banki og fleiri fjárfestar. Vorið 2009 óskaði skilanefnd Glitnis eftir því við helstu kröfuhafa eignarhaldsfélaga Sjóvár að staðið yrði sameiginlega að aðgerðum til að bjarga tryggingarhluta Sjóvár frá gjaldþroti. Kröfuhafarnir, sem voru dótturfélag skilanefndar Glitnis, Íslandsbanki og ríkissjóður lögðu félaginu til aukið eigið fé og þannig komst það í þeirra eigu. Hlutur ríkissjóðs var svo færður inn í Eignasafn Seðlabankans, sem er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands, en íslenska ríkið setti samtals ellefu milljarða króna til að tryggja rekstur Sjóvár á síðasta ári. Eignarhaldinu á Sjóvá er þannig háttað í dag að Eignasafn Seðlabanka Íslands á 73 prósenta hlut, Íslandsbanki á 9,3 prósent og SAT eignarhaldsfélag skilanefndar Glitnis á 17,7 prósent. Undanfarna níu mánuði hefur verið unnið að söluferli Sjóvár og að undangengnum viðræðum stóð einn hópur fjárfesta eftir sem líklegur kaupandi, en þetta var tilkynnt í mars síðastliðnum, fyrir rúmum sex mánuðum síðan. Um er að ræða hóp fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar. Með Heiðari Má eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Ársæll Valfells, Stefnir, eignastýringarfyrirtæki Arion banka og systkinin Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir. Guðmundur og Berglind áttu áður útgerðarfyrirtækið Sjóla í Hafnarfirði. Þá áttu þau útgerðarfélag í Afríku sem þau seldu Samherja fyrir þremur árum með miklum hagnaði. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru þau systkinin aðallega með fjárfestingar erlendis og fóru því ekki illa út úr bankahruninu hér heima. Meðal þeirra sem fjárfesta í gegnum Stefni eru fjölmargir lífeyrissjóðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Íslandsbanki samþykkt að selja sinn hlut, en beðið er eftir samþykki Seðlabankans, en bankinn mun funda með tilboðsgjöfum á morgun. Í raun og veru þarf aðeins undirskrift Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, til að klára samninginn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur skilanefnd Glitnis ekki áhuga á að selja sinn hlut. Kaupverð á Sjóvá hefur ekki fengist upp gefið. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá er nú á lokasprettinum en aðeins vantar samþykki Seðlabankans. Kaupendur eru Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells, lífeyrissjóðir, Arion banki og fleiri fjárfestar. Vorið 2009 óskaði skilanefnd Glitnis eftir því við helstu kröfuhafa eignarhaldsfélaga Sjóvár að staðið yrði sameiginlega að aðgerðum til að bjarga tryggingarhluta Sjóvár frá gjaldþroti. Kröfuhafarnir, sem voru dótturfélag skilanefndar Glitnis, Íslandsbanki og ríkissjóður lögðu félaginu til aukið eigið fé og þannig komst það í þeirra eigu. Hlutur ríkissjóðs var svo færður inn í Eignasafn Seðlabankans, sem er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands, en íslenska ríkið setti samtals ellefu milljarða króna til að tryggja rekstur Sjóvár á síðasta ári. Eignarhaldinu á Sjóvá er þannig háttað í dag að Eignasafn Seðlabanka Íslands á 73 prósenta hlut, Íslandsbanki á 9,3 prósent og SAT eignarhaldsfélag skilanefndar Glitnis á 17,7 prósent. Undanfarna níu mánuði hefur verið unnið að söluferli Sjóvár og að undangengnum viðræðum stóð einn hópur fjárfesta eftir sem líklegur kaupandi, en þetta var tilkynnt í mars síðastliðnum, fyrir rúmum sex mánuðum síðan. Um er að ræða hóp fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar. Með Heiðari Má eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Ársæll Valfells, Stefnir, eignastýringarfyrirtæki Arion banka og systkinin Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir. Guðmundur og Berglind áttu áður útgerðarfyrirtækið Sjóla í Hafnarfirði. Þá áttu þau útgerðarfélag í Afríku sem þau seldu Samherja fyrir þremur árum með miklum hagnaði. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru þau systkinin aðallega með fjárfestingar erlendis og fóru því ekki illa út úr bankahruninu hér heima. Meðal þeirra sem fjárfesta í gegnum Stefni eru fjölmargir lífeyrissjóðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Íslandsbanki samþykkt að selja sinn hlut, en beðið er eftir samþykki Seðlabankans, en bankinn mun funda með tilboðsgjöfum á morgun. Í raun og veru þarf aðeins undirskrift Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, til að klára samninginn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur skilanefnd Glitnis ekki áhuga á að selja sinn hlut. Kaupverð á Sjóvá hefur ekki fengist upp gefið.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira