Söluferli Sjóvár á lokastigum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2010 18:54 Söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá er nú á lokasprettinum en aðeins vantar samþykki Seðlabankans. Kaupendur eru Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells, lífeyrissjóðir, Arion banki og fleiri fjárfestar. Vorið 2009 óskaði skilanefnd Glitnis eftir því við helstu kröfuhafa eignarhaldsfélaga Sjóvár að staðið yrði sameiginlega að aðgerðum til að bjarga tryggingarhluta Sjóvár frá gjaldþroti. Kröfuhafarnir, sem voru dótturfélag skilanefndar Glitnis, Íslandsbanki og ríkissjóður lögðu félaginu til aukið eigið fé og þannig komst það í þeirra eigu. Hlutur ríkissjóðs var svo færður inn í Eignasafn Seðlabankans, sem er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands, en íslenska ríkið setti samtals ellefu milljarða króna til að tryggja rekstur Sjóvár á síðasta ári. Eignarhaldinu á Sjóvá er þannig háttað í dag að Eignasafn Seðlabanka Íslands á 73 prósenta hlut, Íslandsbanki á 9,3 prósent og SAT eignarhaldsfélag skilanefndar Glitnis á 17,7 prósent. Undanfarna níu mánuði hefur verið unnið að söluferli Sjóvár og að undangengnum viðræðum stóð einn hópur fjárfesta eftir sem líklegur kaupandi, en þetta var tilkynnt í mars síðastliðnum, fyrir rúmum sex mánuðum síðan. Um er að ræða hóp fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar. Með Heiðari Má eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Ársæll Valfells, Stefnir, eignastýringarfyrirtæki Arion banka og systkinin Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir. Guðmundur og Berglind áttu áður útgerðarfyrirtækið Sjóla í Hafnarfirði. Þá áttu þau útgerðarfélag í Afríku sem þau seldu Samherja fyrir þremur árum með miklum hagnaði. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru þau systkinin aðallega með fjárfestingar erlendis og fóru því ekki illa út úr bankahruninu hér heima. Meðal þeirra sem fjárfesta í gegnum Stefni eru fjölmargir lífeyrissjóðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Íslandsbanki samþykkt að selja sinn hlut, en beðið er eftir samþykki Seðlabankans, en bankinn mun funda með tilboðsgjöfum á morgun. Í raun og veru þarf aðeins undirskrift Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, til að klára samninginn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur skilanefnd Glitnis ekki áhuga á að selja sinn hlut. Kaupverð á Sjóvá hefur ekki fengist upp gefið. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá er nú á lokasprettinum en aðeins vantar samþykki Seðlabankans. Kaupendur eru Heiðar Már Guðjónsson og Ársæll Valfells, lífeyrissjóðir, Arion banki og fleiri fjárfestar. Vorið 2009 óskaði skilanefnd Glitnis eftir því við helstu kröfuhafa eignarhaldsfélaga Sjóvár að staðið yrði sameiginlega að aðgerðum til að bjarga tryggingarhluta Sjóvár frá gjaldþroti. Kröfuhafarnir, sem voru dótturfélag skilanefndar Glitnis, Íslandsbanki og ríkissjóður lögðu félaginu til aukið eigið fé og þannig komst það í þeirra eigu. Hlutur ríkissjóðs var svo færður inn í Eignasafn Seðlabankans, sem er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands, en íslenska ríkið setti samtals ellefu milljarða króna til að tryggja rekstur Sjóvár á síðasta ári. Eignarhaldinu á Sjóvá er þannig háttað í dag að Eignasafn Seðlabanka Íslands á 73 prósenta hlut, Íslandsbanki á 9,3 prósent og SAT eignarhaldsfélag skilanefndar Glitnis á 17,7 prósent. Undanfarna níu mánuði hefur verið unnið að söluferli Sjóvár og að undangengnum viðræðum stóð einn hópur fjárfesta eftir sem líklegur kaupandi, en þetta var tilkynnt í mars síðastliðnum, fyrir rúmum sex mánuðum síðan. Um er að ræða hóp fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar. Með Heiðari Má eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Ársæll Valfells, Stefnir, eignastýringarfyrirtæki Arion banka og systkinin Guðmundur Jónsson og Berglind Jónsdóttir. Guðmundur og Berglind áttu áður útgerðarfyrirtækið Sjóla í Hafnarfirði. Þá áttu þau útgerðarfélag í Afríku sem þau seldu Samherja fyrir þremur árum með miklum hagnaði. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru þau systkinin aðallega með fjárfestingar erlendis og fóru því ekki illa út úr bankahruninu hér heima. Meðal þeirra sem fjárfesta í gegnum Stefni eru fjölmargir lífeyrissjóðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Íslandsbanki samþykkt að selja sinn hlut, en beðið er eftir samþykki Seðlabankans, en bankinn mun funda með tilboðsgjöfum á morgun. Í raun og veru þarf aðeins undirskrift Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, til að klára samninginn. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur skilanefnd Glitnis ekki áhuga á að selja sinn hlut. Kaupverð á Sjóvá hefur ekki fengist upp gefið.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira