Stríðið gegn konum sem gleymdist að segja ykkur frá Árni Snævarr skrifar 6. nóvember 2010 06:00 Fyrir hálfum öðrum áratug stóð heimsbyggðin frammi fyrir voðaverkum á Balkansskaga. Myndir birtust af grindhoruðum föngum í Bosníu og skýrt var frá skipulögðum hópnauðgunum. Heimurinn sagði: við sátum þegjandi hjá Helförinni - slíkt gerist ekki meir. Um svipað leyti voru voðaverk framin í Afríkuríkinu Rúanda, þar sem gerð var tilraun til að útrýma minnihlutahóp Tútsa. Heimurinn hreyfði hvorki legg né lið en þegar líkin höfðu verið talin var viðkvæðið enn: Og þetta aldrei aftur. Þjóðarmorðingjarnir í Rúanda flúðu inn í Kongó og ekki leið á löngu þar til það land logaði í átökum. Um tíma herjuðu átta innrásarherir Afríkuríkja á Kongóbúa.Lítið lát hefur orðið á þeim átökum og fimm og hálf milljón hefur látið lífið og tvö til fimm hundruð þúsund hefur verið nauðgað. Heimurinn sagði ekki meir í Bosníu, en efndir hafa verið litlar. Álíka fjöldi hefur látið lífið í Kongó og búa í Danmörku en samt hefur verið látið nægja að senda tiltölulega fámennar sveitir frá vanþróuðum ríkjum undir fána Sameinuðu þjóðanna til landsins. Þó var þess minnst á dögunum að áratugur er liðinn frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1325 til höfuðs kynferðislegu ofbeldi í hernaði. Vesturlönd börðust fyrir samþykki þeirrar ályktunar en hafa hins vegar verið ófáanleg til að að leggja friðargæslu það lið sem nauðsynlegt er í Kongó sem annars staðar. Vesturlönd hafa gagnrýnt friðargæsluliða frá þriðjaheims ríkjum réttilega fyrir að þess eru dæmi að varðmenn friðarins hafi sjálfir gerst sekir um kynferðislegt ofbeldi gagnvart þeim sem þeir áttu að vernda. Friðargæsluliðið í Kongó reyndist heldur ekki hafa bolmagn til að stöðva öldu kynferðislegs ofbeldis þegar nærri þrjú hundruð- bæði konum og körlum var nauðgað á dögunum, ekki allfjarri stöðvum liðsins í austurhluta landsins. Samkvæmt umboði öryggisráðsins ber friðargæsluliðinu að efla stjórnarher Kongó. Margot Wallström, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um ofbeldi gegn konum, komst hins vegar að því nýlega í Kongó að stjórnarherinn gerist ekki síður sekur um kynferðislegt ofbeldi en uppreisnarmenn og landflótta Hútúar frá Rúanda. Þetta eru óþægilegar staðreyndir fyrir Vesturlandabúa, sem ekki hafa verið sparir á að senda lið til að skakka leikinn í olíuauðugum ríkjum Miðausturlanda, en eru ófáanlegir til að ljá máls á aðgerðum til að hrinda ályktun 1325 í framkvæmd. Það er því ekki nema von að sænskir kvikmyndagerðarmenn sem fjallað hafa um nauðganir sem vopn í stríð, hafi komist að þeirri niðurstöðu að í Kongó ríki í raun stríð gegn konum. Sameinuðu þjóðirnar á Íslandi og félög tengd þeim munu í vetur gangast fyrir kvikmyndasýningum um alþjóðamál sem eru í deiglunni í samvinnu við Bíó Paradís í Reykjavík. Það er við hæfi að fyrsta myndin sem sýnd verður 8. nóvember, er einmitt afrakstur starfs hinna fyrrnefndu sænsku kvikmyndagerðarmannanna um stríðið gegn konum og sameiginlega reynslu kvenna í Kongó og Bosníu. Að lokinni sýningu munu sérfræðingar reyna að svara þeim spurningum sem kvikmyndin vekur. Hvort þeim verður svara auðið, verður að koma í ljós, því eins og kongóski læknirinn og handhafi mannréttindaverðlauna Sameinuðu þjóðanna Denis Mukwege orðar það í myndinni: þá eru engin orð til sem geta lýst þeim hryllingi sem kongóskar konur hafa gengið í gegnum í þessu mannskæðasta stríði sem háð hefur verið í heiminum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Það stríð verður seint stöðvað ef þagnarmúrinn verður ekki rofinn og sýning kvikmyndarinnar Stríðið gegn konum er lítið skref í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir hálfum öðrum áratug stóð heimsbyggðin frammi fyrir voðaverkum á Balkansskaga. Myndir birtust af grindhoruðum föngum í Bosníu og skýrt var frá skipulögðum hópnauðgunum. Heimurinn sagði: við sátum þegjandi hjá Helförinni - slíkt gerist ekki meir. Um svipað leyti voru voðaverk framin í Afríkuríkinu Rúanda, þar sem gerð var tilraun til að útrýma minnihlutahóp Tútsa. Heimurinn hreyfði hvorki legg né lið en þegar líkin höfðu verið talin var viðkvæðið enn: Og þetta aldrei aftur. Þjóðarmorðingjarnir í Rúanda flúðu inn í Kongó og ekki leið á löngu þar til það land logaði í átökum. Um tíma herjuðu átta innrásarherir Afríkuríkja á Kongóbúa.Lítið lát hefur orðið á þeim átökum og fimm og hálf milljón hefur látið lífið og tvö til fimm hundruð þúsund hefur verið nauðgað. Heimurinn sagði ekki meir í Bosníu, en efndir hafa verið litlar. Álíka fjöldi hefur látið lífið í Kongó og búa í Danmörku en samt hefur verið látið nægja að senda tiltölulega fámennar sveitir frá vanþróuðum ríkjum undir fána Sameinuðu þjóðanna til landsins. Þó var þess minnst á dögunum að áratugur er liðinn frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1325 til höfuðs kynferðislegu ofbeldi í hernaði. Vesturlönd börðust fyrir samþykki þeirrar ályktunar en hafa hins vegar verið ófáanleg til að að leggja friðargæslu það lið sem nauðsynlegt er í Kongó sem annars staðar. Vesturlönd hafa gagnrýnt friðargæsluliða frá þriðjaheims ríkjum réttilega fyrir að þess eru dæmi að varðmenn friðarins hafi sjálfir gerst sekir um kynferðislegt ofbeldi gagnvart þeim sem þeir áttu að vernda. Friðargæsluliðið í Kongó reyndist heldur ekki hafa bolmagn til að stöðva öldu kynferðislegs ofbeldis þegar nærri þrjú hundruð- bæði konum og körlum var nauðgað á dögunum, ekki allfjarri stöðvum liðsins í austurhluta landsins. Samkvæmt umboði öryggisráðsins ber friðargæsluliðinu að efla stjórnarher Kongó. Margot Wallström, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um ofbeldi gegn konum, komst hins vegar að því nýlega í Kongó að stjórnarherinn gerist ekki síður sekur um kynferðislegt ofbeldi en uppreisnarmenn og landflótta Hútúar frá Rúanda. Þetta eru óþægilegar staðreyndir fyrir Vesturlandabúa, sem ekki hafa verið sparir á að senda lið til að skakka leikinn í olíuauðugum ríkjum Miðausturlanda, en eru ófáanlegir til að ljá máls á aðgerðum til að hrinda ályktun 1325 í framkvæmd. Það er því ekki nema von að sænskir kvikmyndagerðarmenn sem fjallað hafa um nauðganir sem vopn í stríð, hafi komist að þeirri niðurstöðu að í Kongó ríki í raun stríð gegn konum. Sameinuðu þjóðirnar á Íslandi og félög tengd þeim munu í vetur gangast fyrir kvikmyndasýningum um alþjóðamál sem eru í deiglunni í samvinnu við Bíó Paradís í Reykjavík. Það er við hæfi að fyrsta myndin sem sýnd verður 8. nóvember, er einmitt afrakstur starfs hinna fyrrnefndu sænsku kvikmyndagerðarmannanna um stríðið gegn konum og sameiginlega reynslu kvenna í Kongó og Bosníu. Að lokinni sýningu munu sérfræðingar reyna að svara þeim spurningum sem kvikmyndin vekur. Hvort þeim verður svara auðið, verður að koma í ljós, því eins og kongóski læknirinn og handhafi mannréttindaverðlauna Sameinuðu þjóðanna Denis Mukwege orðar það í myndinni: þá eru engin orð til sem geta lýst þeim hryllingi sem kongóskar konur hafa gengið í gegnum í þessu mannskæðasta stríði sem háð hefur verið í heiminum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Það stríð verður seint stöðvað ef þagnarmúrinn verður ekki rofinn og sýning kvikmyndarinnar Stríðið gegn konum er lítið skref í þá átt.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun