Lífið

Ég svelti mig aldrei

Jodie Kidd. MYND/Cover Media
Jodie Kidd. MYND/Cover Media

Fyrrum ofurfyrirsætan Jodie Kidd, 32 ára, varð heimsfræg í fyrirsætubransanum þegar hún var aðeins 16 ára gömul. Þá var hún harðlega gagnrýnd fyrir að vera allt of grönn.

Jodie heldur því ennþá fram að hún hafi ekki svelt sig á þessum tíma.

„Ég var mjög ung og mjög horuð. Ég var bara unglingur," segir Jodie.

„Stærð núll var alls ekki málið fyrir mig persónulega í þá daga. Ég vildi líta út eins og Cindy Crawford sem var með mjúkar línur en í góðu formi."

Jodie hefur farið upp um nokkrar fatastærðir og er hætt að starfa sem fyrirsæta. Hún vinnur sem sjónvarpsþulur og segist vera 100% sátt við líkama sinn eins og hann er í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.