Erlent

Styðja Argentínumenn í Falklandseyjadeilunni

Leiðtogar ríkja í Suður-Ameríku og í Karíbahafi hafa gefið út yfirlýsingu þar sem fullum stuðningi er lýst við afstöðu Argentínumanna í deilu þeirra við Breta, en þjóðirnar takast nú aftur á um eignarhaldið á Falklandseyjum.

Árið 1982 börðust þjóðirnar um yfirráðin yfir eyjunum en í því stríði létust um þúsund manns. Þá fóru leikar þannig að Bretar náðu valdi á svæðinu en nú hafa Argentínumenn mótmælt því harðlega að breskt olíuleitarfyrirtæki sé farið að bora eftir olíu undan ströndum eyjanna.

Þeir hafa aldrei gefið eftir kröfu sína til Falklandseyja sem þeir kalla Malvinas - eyjar - og nú þegar olíuleit virðist orðin arðbær á svæðinu hafa þeir risið upp á afturlappirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×