Besta þjónustan við börnin Bára Friðriksdóttir skrifar 6. nóvember 2010 06:00 Mannréttindaráð Reykajvíkurborgar lagði til á dögunum að fulltrúar trúfélaga ættu ekki erindi í skóla borgarinnar jafnvel þegar þung áföll dyndu yfir. Einnig lagði það til að alfarið ætti að hætta með kirkjuferðir á skólatíma sem hafa tíðkast fyrir jólin. Eitt af rökum ráðsins er að það eigi að fá fagaðila eins og sálfræðinga að áföllum en ekki presta. Hvað ætli þessir borgarfulltrúar haldi að felist í fimm ára háskólamenntun til prests og nokkurra mánaða starfsþjálfun þar að auki. Ef við erum fagaðilar í einhverju þá er það að mæta fólki í sorg og áföllum. Hjálpa þeim að takast á við óblíðar aðstæður og leiða þau í gegnum fyrstu holskeflur áfalls og sorgar. Þar er hverjum mætt af jafnræði óháð trúar- eða lífsskoðun. Reynsla mín af samstarfi kirkju og skóla hefur sýnt mér hve þakklátir kennarar og skólastjórnendur eru að hafa aðgang að prestinum í hverfinu þegar áföll dynja yfir. Þegar allt snýst um fjármál á þessum síðustu og verstu, má minna á að það þarf ekkert að borga prestinum í núverandi skipulagi sem þarf að gera séu aðrir fagaðilar kallaðir til. Auðvitað er gott að fá sálfræðinga að og í sumum tilfellum fólk úr Rauða krossinum sem þekkir vel til hamfaraaðstoðar. En hvar er réttsýnin í því að loka eigi aðgang barna og kennara að sérfræðingum í áföllum? Er það besta þjónustan við börnin okkar? Ég kalla eftir svari Margrétar Sverrisdóttur, formanns ráðsins. Það má vera að spurningin um kirkjuheimsókn skólabarna liggi á gráu svæði. Ef við skoðum rökin segja sumir að börn foreldra sem hvorki trúi né séu skráðir í Þjóðkirkjuna eigi ekki að fara í kirkju með skólanum fyrir jólin. Vinnuregla Þjóðkirkjunnar er að við skólaheimsóknir sé foreldrum kynnt það áður í bréfi og þeim gefinn kostur á að óska þess að barn sitt fari ekki sé það þeirra vilji. Þau börn koma þá ekki í kirkjuheimsókn, fá annað verkefni sem er hið besta mál. Með því njóta þau fullra mannréttinda. Reynslan hefur verið sú að það eru örfáir foreldrar sem ekki vilja að börn sín fari í kirkjuheimsókn. Nú eru um 80% þjóðarinnar félagar í Þjóðkirkjunni, a.m.k. önnur 10% í öðrum kristnum trúfélögum. Ef um 90% barna á Íslandi eru kristinnar trúar, eru það ekki mannréttindi þeirra að þau megi fara í kirkjuheimsókn í undirbúningi jólanna, einnar stærstu hátíðar kirkjunnar? Má ekki segja að það sé brotið á mannréttindum þeirra ef þau mega ekki hafa trúfrelsi og syngja jólasálma í kirkjunni fyrir jólin? Við viljum sem besta þjónustu við börnin okkar. Við viljum að þau njóti fullra mannréttinda. Við viljum ekki að því sé þröngvað upp á þau að kirkjan sé vond sem beri að varast. Ég veit að þetta mæli ég fyrir mína hönd og margra annarra því fólk víða að hefur rætt við mig um hneykslan sína á framgöngu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í þessu máli. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í blaðaviðtali eitt sinn að sá maður sem hann liti mest upp til af öllum væri Jesús. Ég geri orð hans, sem lesin eru yfir hverju skírðu barni, að lokaorðum. „„Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma." Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau." Markúsarguðspjall 10.14-16. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mannréttindaráð Reykajvíkurborgar lagði til á dögunum að fulltrúar trúfélaga ættu ekki erindi í skóla borgarinnar jafnvel þegar þung áföll dyndu yfir. Einnig lagði það til að alfarið ætti að hætta með kirkjuferðir á skólatíma sem hafa tíðkast fyrir jólin. Eitt af rökum ráðsins er að það eigi að fá fagaðila eins og sálfræðinga að áföllum en ekki presta. Hvað ætli þessir borgarfulltrúar haldi að felist í fimm ára háskólamenntun til prests og nokkurra mánaða starfsþjálfun þar að auki. Ef við erum fagaðilar í einhverju þá er það að mæta fólki í sorg og áföllum. Hjálpa þeim að takast á við óblíðar aðstæður og leiða þau í gegnum fyrstu holskeflur áfalls og sorgar. Þar er hverjum mætt af jafnræði óháð trúar- eða lífsskoðun. Reynsla mín af samstarfi kirkju og skóla hefur sýnt mér hve þakklátir kennarar og skólastjórnendur eru að hafa aðgang að prestinum í hverfinu þegar áföll dynja yfir. Þegar allt snýst um fjármál á þessum síðustu og verstu, má minna á að það þarf ekkert að borga prestinum í núverandi skipulagi sem þarf að gera séu aðrir fagaðilar kallaðir til. Auðvitað er gott að fá sálfræðinga að og í sumum tilfellum fólk úr Rauða krossinum sem þekkir vel til hamfaraaðstoðar. En hvar er réttsýnin í því að loka eigi aðgang barna og kennara að sérfræðingum í áföllum? Er það besta þjónustan við börnin okkar? Ég kalla eftir svari Margrétar Sverrisdóttur, formanns ráðsins. Það má vera að spurningin um kirkjuheimsókn skólabarna liggi á gráu svæði. Ef við skoðum rökin segja sumir að börn foreldra sem hvorki trúi né séu skráðir í Þjóðkirkjuna eigi ekki að fara í kirkju með skólanum fyrir jólin. Vinnuregla Þjóðkirkjunnar er að við skólaheimsóknir sé foreldrum kynnt það áður í bréfi og þeim gefinn kostur á að óska þess að barn sitt fari ekki sé það þeirra vilji. Þau börn koma þá ekki í kirkjuheimsókn, fá annað verkefni sem er hið besta mál. Með því njóta þau fullra mannréttinda. Reynslan hefur verið sú að það eru örfáir foreldrar sem ekki vilja að börn sín fari í kirkjuheimsókn. Nú eru um 80% þjóðarinnar félagar í Þjóðkirkjunni, a.m.k. önnur 10% í öðrum kristnum trúfélögum. Ef um 90% barna á Íslandi eru kristinnar trúar, eru það ekki mannréttindi þeirra að þau megi fara í kirkjuheimsókn í undirbúningi jólanna, einnar stærstu hátíðar kirkjunnar? Má ekki segja að það sé brotið á mannréttindum þeirra ef þau mega ekki hafa trúfrelsi og syngja jólasálma í kirkjunni fyrir jólin? Við viljum sem besta þjónustu við börnin okkar. Við viljum að þau njóti fullra mannréttinda. Við viljum ekki að því sé þröngvað upp á þau að kirkjan sé vond sem beri að varast. Ég veit að þetta mæli ég fyrir mína hönd og margra annarra því fólk víða að hefur rætt við mig um hneykslan sína á framgöngu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í þessu máli. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í blaðaviðtali eitt sinn að sá maður sem hann liti mest upp til af öllum væri Jesús. Ég geri orð hans, sem lesin eru yfir hverju skírðu barni, að lokaorðum. „„Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma." Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau." Markúsarguðspjall 10.14-16.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun