Tekst á við eftirhermu 13. desember 2010 09:00 Kanadískur maður hefur hermt eftir hönnun Sruli Recht og selur eftirhermuna á sömu síðu og Sruli sem er að vonum mjög ósáttur. Fréttablaðið/gva Umdeild regnhlíf hönnuðarins Sruli Recht hefur dúkkað upp í sölu sem hönnun annars manns. Sruli segir að verið sé að stela hönnun hans. Það hefur vakið nokkra athygli manna og kvenna að á vefsíðunni Behance.net má finna hina frægu Umbuster regnhlíf iðnhönnuðarins Sruli Recht og á sömu síðu er önnur nánast eins regnhlíf eftir annan hönnuð. Eini sjáanlegi munurinn á regnhlífunum er efniviður handfanganna, en annað er úr léttu áli á meðan hitt er úr viði. Þegar málið var borið undir Sruli segist hann hafa vitað af þessu í nokkra hríð. „Ég var búinn að reka augun í þetta og sendi meðal annars þessum strák bréf þar sem ég benti honum á að það sem hann væri að gera væri hönnunarstuldur. Auk þess fékk ég hann fjarlægðan af vefsíðunni Etsy.com og var líka búinn að byðja Behance.net um að fjarlægja hann af síðunni þeirra, en þau hafa greinilega ekki orðið við þeirri bón. Fyrir utan þetta er í raun lítið sem ég get aðhafst í málinu. Ekki nema ég fljúgi út og reyni að hafa uppi á manninum,“ segir Sruli. Hann hannaði Umbuster regnhlíf sína árið 2004 en samkvæmt upplýsingum sem fundust á Netinu kom eftirherman á markað í fyrra. „Þessi strákur segist aldrei hafa séð hönnun mína áður. Mér finnst það nokkuð langsótt því ef þú „googlar“ orðið Umbuster færðu upp 12.000 leitarniðurstöður. Gallinn er að þó ég hefði tryggt mér eitthvert vörumerki þá gerir það lítið til að verja mann ef manneskjan er búsett í öðru landi og kýs að hunsa þig,“ segir Sruli að lokum. sara@frettabladid.is Hin upprunalega Hin umtalaða Umbuster regnhlíf úr smiðju Sruli Recht. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Umdeild regnhlíf hönnuðarins Sruli Recht hefur dúkkað upp í sölu sem hönnun annars manns. Sruli segir að verið sé að stela hönnun hans. Það hefur vakið nokkra athygli manna og kvenna að á vefsíðunni Behance.net má finna hina frægu Umbuster regnhlíf iðnhönnuðarins Sruli Recht og á sömu síðu er önnur nánast eins regnhlíf eftir annan hönnuð. Eini sjáanlegi munurinn á regnhlífunum er efniviður handfanganna, en annað er úr léttu áli á meðan hitt er úr viði. Þegar málið var borið undir Sruli segist hann hafa vitað af þessu í nokkra hríð. „Ég var búinn að reka augun í þetta og sendi meðal annars þessum strák bréf þar sem ég benti honum á að það sem hann væri að gera væri hönnunarstuldur. Auk þess fékk ég hann fjarlægðan af vefsíðunni Etsy.com og var líka búinn að byðja Behance.net um að fjarlægja hann af síðunni þeirra, en þau hafa greinilega ekki orðið við þeirri bón. Fyrir utan þetta er í raun lítið sem ég get aðhafst í málinu. Ekki nema ég fljúgi út og reyni að hafa uppi á manninum,“ segir Sruli. Hann hannaði Umbuster regnhlíf sína árið 2004 en samkvæmt upplýsingum sem fundust á Netinu kom eftirherman á markað í fyrra. „Þessi strákur segist aldrei hafa séð hönnun mína áður. Mér finnst það nokkuð langsótt því ef þú „googlar“ orðið Umbuster færðu upp 12.000 leitarniðurstöður. Gallinn er að þó ég hefði tryggt mér eitthvert vörumerki þá gerir það lítið til að verja mann ef manneskjan er búsett í öðru landi og kýs að hunsa þig,“ segir Sruli að lokum. sara@frettabladid.is Hin upprunalega Hin umtalaða Umbuster regnhlíf úr smiðju Sruli Recht.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira