Tvöfalt fleiri greinast með lystarstol 13. desember 2010 06:15 Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir. Fjöldi þeirra sem leggjast inn á geðdeildir vegna lystarstols hefur tvöfaldast hér á landi á 26 árum. Eru það niðurstöður nýrrar rannsóknar: Lystarstol 1983-2008: innlagnir, sjúkdómsmynd og lifun, sem birt er í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Rannsóknin byggir á sjúkraskrám þeirra sem lagðir voru inn á geðdeildir á Íslandi á tímabilinu 1. janúar 1983 til ársloka 2008, þar sem lokaúrtak var 84 einstaklingar, þar af 79 konur og 5 karlar. Meðalaldur sjúklinga var 18,7 ár og hafa tvær konur látist vegna sjúkdómsins á rannsóknartímabilinu, sem er lægra hlutfall en á Vesturlöndum. Rannsókninni var skipt niður í tvö tímabil, 1983 til 1995 og 1996 til 2008. Á fyrra tímabilinu voru nýjar innlagnir vegna lystarstols 1,43 á hverja 100.000 íbúa á ári, 11 til 46 ára. Á seinna tímabilinu fjölgaði tilfellum um meira en 100 prósent, en þá voru innlagnir 2,91 á hverja 100.000 íbúa. Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir hjá göngudeild geðsviðs Landspítalans, segir að tilvikin séu þrátt fyrir allt mjög fá og alvarleg tilfelli af átröskunum og lystarstoli séu afar sjaldgæf. Aukningu nýrra tilfella megi rekja til aukins nýgengis innlagna hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans. „Það er marktæk aukning síðustu tíu árin, en þetta eru svo fáir einstaklingar að það er erfitt að draga ályktanir," segir Guðlaug. „En upplýsingum um nýgengi tilfella á Íslandi utan stofnana er enn ábótavant." Meðallengd fyrstu innlagnar var 98 dagar á fullorðinsdeildum og 130 á unglingadeildum. Alls voru tíu einstaklingar vistaðir nauðugir. Rannsóknin sýndi fram á að algengt er að lystarstolssjúklingar skaði sjálfa sig eða reyni að fremja sjálfsvíg inni á geðdeildum. Á rannsóknartímabilinu var hlutfall þeirra sem lögðust inn oftar en einu sinni um fjörutíu prósent. Eftir að átröskunarteymi Landspítalans var komið á árið 2006 hefur legudögum lystarstolssjúklinga fækkað og meðferðarúrræði verið bætt. „Enn vantar þó viðeigandi eftirmeðferðarúrræði, meðferðarheimili þar sem fólk getur verið í endurhæfingu, eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar," segir Guðlaug. sunna@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fjöldi þeirra sem leggjast inn á geðdeildir vegna lystarstols hefur tvöfaldast hér á landi á 26 árum. Eru það niðurstöður nýrrar rannsóknar: Lystarstol 1983-2008: innlagnir, sjúkdómsmynd og lifun, sem birt er í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Rannsóknin byggir á sjúkraskrám þeirra sem lagðir voru inn á geðdeildir á Íslandi á tímabilinu 1. janúar 1983 til ársloka 2008, þar sem lokaúrtak var 84 einstaklingar, þar af 79 konur og 5 karlar. Meðalaldur sjúklinga var 18,7 ár og hafa tvær konur látist vegna sjúkdómsins á rannsóknartímabilinu, sem er lægra hlutfall en á Vesturlöndum. Rannsókninni var skipt niður í tvö tímabil, 1983 til 1995 og 1996 til 2008. Á fyrra tímabilinu voru nýjar innlagnir vegna lystarstols 1,43 á hverja 100.000 íbúa á ári, 11 til 46 ára. Á seinna tímabilinu fjölgaði tilfellum um meira en 100 prósent, en þá voru innlagnir 2,91 á hverja 100.000 íbúa. Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir hjá göngudeild geðsviðs Landspítalans, segir að tilvikin séu þrátt fyrir allt mjög fá og alvarleg tilfelli af átröskunum og lystarstoli séu afar sjaldgæf. Aukningu nýrra tilfella megi rekja til aukins nýgengis innlagna hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans. „Það er marktæk aukning síðustu tíu árin, en þetta eru svo fáir einstaklingar að það er erfitt að draga ályktanir," segir Guðlaug. „En upplýsingum um nýgengi tilfella á Íslandi utan stofnana er enn ábótavant." Meðallengd fyrstu innlagnar var 98 dagar á fullorðinsdeildum og 130 á unglingadeildum. Alls voru tíu einstaklingar vistaðir nauðugir. Rannsóknin sýndi fram á að algengt er að lystarstolssjúklingar skaði sjálfa sig eða reyni að fremja sjálfsvíg inni á geðdeildum. Á rannsóknartímabilinu var hlutfall þeirra sem lögðust inn oftar en einu sinni um fjörutíu prósent. Eftir að átröskunarteymi Landspítalans var komið á árið 2006 hefur legudögum lystarstolssjúklinga fækkað og meðferðarúrræði verið bætt. „Enn vantar þó viðeigandi eftirmeðferðarúrræði, meðferðarheimili þar sem fólk getur verið í endurhæfingu, eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar," segir Guðlaug. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira