Erlent

Obama með naumt forskot

McCain og Obama. Mynd/AP
McCain og Obama. Mynd/AP Mynd/AP
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups í Bandaríkunum hefur Barack Obama, Bandaríkjaforseti, einungis tveggja prósenta forskot á frambjóðenda Repúblíkana þegar spurt er um forsetakosningarnar árið 2012.

44% aðspurðra segjast ætla að kjósa forsetann sem er Demókrati en 42% væntanlegan frambjóðenda Repúblíkana. Í forsetakosningunum 2008 hlaut Obama, 53% atkvæða, en mótframbjóðendi hans John McCain tæplega 46% atkvæða.

Stuðningur við forsetann hefur dalað frá því hann tók við embætti í ársbyrjun 2009 og sést það skýrt í könnun Gallup, að mati sérfræðings hjá fyrirtækinu. Hann bendir á að meðal óháðra kjósenda, það er þeirra sem ekki eru skráðir Demókratar eða Repúblíkanar, nýtur Obama rúmlega 30% stuðnings en 45% segjast ætla að kjósa frambjóðenda Repúblíkana. Fjórðungur gaf ekki ekki afstöðu sína. 52% óháðra kjósenda kusu Obama í kosningunum fyrir tveimur árum en 44% McCain.

Þegar fólk var beðið um að nefna þann sem það vill sjá sem forsetaframbjóðenda Repúblíkanaflokksins í kosningunum 2012 nefndu flestir eða 14% nafn Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts. Fasta á hæla hans kemur varaforsetaefni flokksins fyrir tveimur árum, Sarah Palin, en rúmlega 12% þátttakenda í könnuninni nefndu hana. Einungis 7% vilja að McCain, sem þá verður 76 ára, etji aftur kappi við Obama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×