Opið bréf til umboðsmanns skuldara Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. október 2010 10:13 Í dag hef ég lesið, séð og heyrt í íslenskum fjölmiðlum fréttir af úthringingum embættis þíns til Íslendinga sem samkvæmt áætlun sýslumanna eiga yfir höfði sér að missa fasteignir sínar á lokauppboði núna í október. Við fyrstu sýn kann það að virðast sláandi hve fáa næst í en strax á eftir hnýtur maður um það í fréttaflutningnum að 43 prósent aðspurðra hafi ekki nýtt sér heimild til að fresta nauðungarsölu, 18 prósent hafi ekki getað svarað því hvort fresturinn hafi verið nýttur og 48 prósent hafi ekki nýtt sér úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Punkturinn yfir i-ið er sá að tíundi hluti aðspurðra veit ekki hver er gerðarbeiðandi við yfirvofandi nauðungarsölu. Við nánari skoðun kemur engin þessara talna sérstaklega á óvart. Mörg þúsund Íslendingar, sem gerðir hafa verið að annars flokks borgurum og hálfgerðum glæpamönnum í sínu eigin heimalandi, eru flúnir af landi brott og hafa kosið að leita hamingjunnar hér í Noregi og víðar. Þetta er venjulegt fólk eins og sá sem þessar línur ritar. Ekki undrar mig að þessi hópur svari ekki símanum þegar stofnananúmer með forskeytið +354 blasir við á skjánum. Varðandi það hlutfall fólks sem ekki hefur kosið að nýta sér frestun nauðungarsölu, úrræði vegna greiðsluerfiðleika eða veit yfir höfuð ekki hvaða stofnun er að bjóða fasteign þess upp má einnig auðveldlega finna gjaldgenga skýringu. Þessi hópur hefur einfaldlega gefist upp á bið eftir nothæfum úrræðum og sætt sig við að spilltum bönkum hefur verið gefið veiðileyfi á hann. Hvað hina snertir, þá sem þegar eru farnir, snýst málið ekki lengur um raunverulegt val. Án þess að ég ætli mér að tala hér fyrir hönd nokkurs skilgreinds hóps veit ég að ég tala fyrir hönd - og báðar hendur - margra í sístækkandi hópi sem ég hef rætt við á götum Stavanger í sumar og mætti vafalaust heimfæra á íslenska nýbúa fleiri skandinavískra borga. Þetta er fólkið sem ákvað fyrir löngu að flýja Ísland og ætlar ekki að leggja það á sig núna að flytja til baka, loksins þegar farið er að ræða um einhver möguleg úrræði. Núna er þetta orðið of seint, Ásta Sigrún, og þau boð mættu einnig ná eyrum hæstvirtra ráðherra forsætis og fjármála. Allt of seint. Ég lagði það á mig síðasta vetur, ásamt konu minni og samhliða MA-ritgerð, að læra norsku, sækja um tæplega 200 störf í Noregi, moka allri minni búslóð inn í 40 feta gám, ræða við tugi hugsanlegra leigusala í Stavanger, fljúga þangað í samgöngutæki sem er ekki hannað fyrir 194 sentimetra hátt fólk, stíga mín fyrstu skref á norskum vinnumarkaði innan um fólk sem talar óskiljanlegustu mállýsku Noregs og töluvert margt fleira. Núna ætla ég ekki að endurtaka þetta ferli í hina áttina. Ég hefði hins vegar hugsanlega hætt við flutninginn hefði einhver til þess bær aðili sýnt einhvern lit í fyrrasumar í síðasta lagi. Núna er ég löngu búinn að afskrifa í huga mér hús okkar og íbúð á Íslandi og hyggst ekki notfæra mér úrræði sem koma ári of seint. Sú ákvörðun var reyndar tekin að mestu leyti þegar ég bað Frjálsa fjárfestingarbankann í ársbyrjun 2009 um frystingu á myntkörfuláni sem hafði hækkað úr 17 milljónum í tæpar 40 á um það bil ári, það eru um það bil 55.555 krónur á sólarhring. Svarið var: 'Þú getur alveg sótt um frystingu en við munum segja nei.' Þessum lánum héldu bankarnir látlaust að íslenskum almenningi sem öruggum valkosti við verðtryggð lán. Þarna brast mín þolinmæði, Ásta, og ég veit að allt of margir hafa svipaða sögu að segja. Ég virði það góða starf sem þitt embætti virðist ætla að hleypa af stokkunum og ég ætla ekki að láta þess ógetið hvílíkt gleðiefni það er að 82 prósent aðspurðra hafi þegið íhlutun embættisins í kjölfar símtals. En í tilfelli mjög margra Íslendinga er barnið löngu dottið ofan í hinn fræga brunn. Vonandi ná þau skilaboð einnig eyrum hinna allra náðugustu arfaherra, Árna Páls Árnasonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns Sigfússonar. Með vinsemd og virðingu, Atli Steinn Guðmundsson, heimatilbúinn vanskila- og glæpamaður úr smiðju íslenskra banka og stjórnvalda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag hef ég lesið, séð og heyrt í íslenskum fjölmiðlum fréttir af úthringingum embættis þíns til Íslendinga sem samkvæmt áætlun sýslumanna eiga yfir höfði sér að missa fasteignir sínar á lokauppboði núna í október. Við fyrstu sýn kann það að virðast sláandi hve fáa næst í en strax á eftir hnýtur maður um það í fréttaflutningnum að 43 prósent aðspurðra hafi ekki nýtt sér heimild til að fresta nauðungarsölu, 18 prósent hafi ekki getað svarað því hvort fresturinn hafi verið nýttur og 48 prósent hafi ekki nýtt sér úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Punkturinn yfir i-ið er sá að tíundi hluti aðspurðra veit ekki hver er gerðarbeiðandi við yfirvofandi nauðungarsölu. Við nánari skoðun kemur engin þessara talna sérstaklega á óvart. Mörg þúsund Íslendingar, sem gerðir hafa verið að annars flokks borgurum og hálfgerðum glæpamönnum í sínu eigin heimalandi, eru flúnir af landi brott og hafa kosið að leita hamingjunnar hér í Noregi og víðar. Þetta er venjulegt fólk eins og sá sem þessar línur ritar. Ekki undrar mig að þessi hópur svari ekki símanum þegar stofnananúmer með forskeytið +354 blasir við á skjánum. Varðandi það hlutfall fólks sem ekki hefur kosið að nýta sér frestun nauðungarsölu, úrræði vegna greiðsluerfiðleika eða veit yfir höfuð ekki hvaða stofnun er að bjóða fasteign þess upp má einnig auðveldlega finna gjaldgenga skýringu. Þessi hópur hefur einfaldlega gefist upp á bið eftir nothæfum úrræðum og sætt sig við að spilltum bönkum hefur verið gefið veiðileyfi á hann. Hvað hina snertir, þá sem þegar eru farnir, snýst málið ekki lengur um raunverulegt val. Án þess að ég ætli mér að tala hér fyrir hönd nokkurs skilgreinds hóps veit ég að ég tala fyrir hönd - og báðar hendur - margra í sístækkandi hópi sem ég hef rætt við á götum Stavanger í sumar og mætti vafalaust heimfæra á íslenska nýbúa fleiri skandinavískra borga. Þetta er fólkið sem ákvað fyrir löngu að flýja Ísland og ætlar ekki að leggja það á sig núna að flytja til baka, loksins þegar farið er að ræða um einhver möguleg úrræði. Núna er þetta orðið of seint, Ásta Sigrún, og þau boð mættu einnig ná eyrum hæstvirtra ráðherra forsætis og fjármála. Allt of seint. Ég lagði það á mig síðasta vetur, ásamt konu minni og samhliða MA-ritgerð, að læra norsku, sækja um tæplega 200 störf í Noregi, moka allri minni búslóð inn í 40 feta gám, ræða við tugi hugsanlegra leigusala í Stavanger, fljúga þangað í samgöngutæki sem er ekki hannað fyrir 194 sentimetra hátt fólk, stíga mín fyrstu skref á norskum vinnumarkaði innan um fólk sem talar óskiljanlegustu mállýsku Noregs og töluvert margt fleira. Núna ætla ég ekki að endurtaka þetta ferli í hina áttina. Ég hefði hins vegar hugsanlega hætt við flutninginn hefði einhver til þess bær aðili sýnt einhvern lit í fyrrasumar í síðasta lagi. Núna er ég löngu búinn að afskrifa í huga mér hús okkar og íbúð á Íslandi og hyggst ekki notfæra mér úrræði sem koma ári of seint. Sú ákvörðun var reyndar tekin að mestu leyti þegar ég bað Frjálsa fjárfestingarbankann í ársbyrjun 2009 um frystingu á myntkörfuláni sem hafði hækkað úr 17 milljónum í tæpar 40 á um það bil ári, það eru um það bil 55.555 krónur á sólarhring. Svarið var: 'Þú getur alveg sótt um frystingu en við munum segja nei.' Þessum lánum héldu bankarnir látlaust að íslenskum almenningi sem öruggum valkosti við verðtryggð lán. Þarna brast mín þolinmæði, Ásta, og ég veit að allt of margir hafa svipaða sögu að segja. Ég virði það góða starf sem þitt embætti virðist ætla að hleypa af stokkunum og ég ætla ekki að láta þess ógetið hvílíkt gleðiefni það er að 82 prósent aðspurðra hafi þegið íhlutun embættisins í kjölfar símtals. En í tilfelli mjög margra Íslendinga er barnið löngu dottið ofan í hinn fræga brunn. Vonandi ná þau skilaboð einnig eyrum hinna allra náðugustu arfaherra, Árna Páls Árnasonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns Sigfússonar. Með vinsemd og virðingu, Atli Steinn Guðmundsson, heimatilbúinn vanskila- og glæpamaður úr smiðju íslenskra banka og stjórnvalda
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun