Magnús Orri Schram: Yst til hægri og yst til vinstri Magnús Orri Schram skrifar 10. apríl 2010 06:00 Þar sem fjölmargt í endurreisn atvinnulífsins veltur á erlendu fjármagni og viðskiptatrausti til Íslendinga, telja sumir stjórnmálamenn að mikilvægt sé að leysa Icesave í anda þess tilboðs sem lá á borðinu fyrir þjóðaratkvæði. Fámennur hópur stjórnmálamanna er hins vegar á annarri skoðun, og virðist ónæmur fyrir nýlegum fréttum úr atvinnulífinu. Óvíst er um verkefni Orkuveitu Reykjavíkur enda lánshæfi hennar í ruslflokki þar sem tafir á Icesave og óviss aðgangur að erlendu lánsfé veldur áhyggjum um getu fyrirtækisins til að standa í skilum (Mbl. 7. apríl). Seðlabankinn segir að með óleyst Icesave verði meira atvinnuleysi, hærri vextir, lægra gengi og meiri niðurskurður (Vísir 17. mars). Forstjóri Landsvirkjunar segir Búðarhálsvirkjun þurfa erlent fjármagn og við óleyst Icesave fái fyrirtækið ekki fjármuni á viðunandi kjörum til framkvæmda (Mbl. 11. mars). ASÍ og SA segja að lausn Icesave sé mikilvæg til þess að fyrirtæki fái fjármuni til atvinnusköpunar og að óbreyttu verði samdráttur mun meiri en ella (Vísir 10. mars, RUV 25. feb.). Fjölmargir háskólaprófessorar hafa lýst áhyggjum sínum (Fbl. 4. mars og Mbl. 2. feb.) og greiningarfyrirtækið Moody"s segir tafir á lausn Icesave ógna efnahagsbata á Íslandi og valda stíflu í flæði fjármuna til landsins bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum (Mbl. 7. apríl). Tafir á Icesave hafi þannig valdið fjárhagslegum skakkaföllum, seinkað viðspyrnu atvinnulífsins, minnkað trú fjárfesta og valdið tjóni á brothættu sálarlífi þjóðarinnar. Þar bera stjórnmálamenn yst til vinstri og yst til hægri ábyrgð, enda í bandalagi undir merkjum blöndu af þjóðernishyggju og andstöðu við heimskapítalismann. Þessi öfl leiða lýðskrumið gegn Icesave og neita að horfast í augu við staðreyndir. Að ræða Icesave er ekki fallið til vinsælda enda þjóðin orðin langþreytt á málinu og enginn kostur góður. En ég sé mig knúinn til þess enda málið mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf. Hrunið varð ekki á vakt núverandi þingmanna en það er hörmulegt að horfa upp á skilningsskort þeirra gagnvart stöðu atvinnulífsins. Kjörnir fulltrúar verða að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og ganga til samninga. Icesave er farið að valda meiri skaða en nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem fjölmargt í endurreisn atvinnulífsins veltur á erlendu fjármagni og viðskiptatrausti til Íslendinga, telja sumir stjórnmálamenn að mikilvægt sé að leysa Icesave í anda þess tilboðs sem lá á borðinu fyrir þjóðaratkvæði. Fámennur hópur stjórnmálamanna er hins vegar á annarri skoðun, og virðist ónæmur fyrir nýlegum fréttum úr atvinnulífinu. Óvíst er um verkefni Orkuveitu Reykjavíkur enda lánshæfi hennar í ruslflokki þar sem tafir á Icesave og óviss aðgangur að erlendu lánsfé veldur áhyggjum um getu fyrirtækisins til að standa í skilum (Mbl. 7. apríl). Seðlabankinn segir að með óleyst Icesave verði meira atvinnuleysi, hærri vextir, lægra gengi og meiri niðurskurður (Vísir 17. mars). Forstjóri Landsvirkjunar segir Búðarhálsvirkjun þurfa erlent fjármagn og við óleyst Icesave fái fyrirtækið ekki fjármuni á viðunandi kjörum til framkvæmda (Mbl. 11. mars). ASÍ og SA segja að lausn Icesave sé mikilvæg til þess að fyrirtæki fái fjármuni til atvinnusköpunar og að óbreyttu verði samdráttur mun meiri en ella (Vísir 10. mars, RUV 25. feb.). Fjölmargir háskólaprófessorar hafa lýst áhyggjum sínum (Fbl. 4. mars og Mbl. 2. feb.) og greiningarfyrirtækið Moody"s segir tafir á lausn Icesave ógna efnahagsbata á Íslandi og valda stíflu í flæði fjármuna til landsins bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum (Mbl. 7. apríl). Tafir á Icesave hafi þannig valdið fjárhagslegum skakkaföllum, seinkað viðspyrnu atvinnulífsins, minnkað trú fjárfesta og valdið tjóni á brothættu sálarlífi þjóðarinnar. Þar bera stjórnmálamenn yst til vinstri og yst til hægri ábyrgð, enda í bandalagi undir merkjum blöndu af þjóðernishyggju og andstöðu við heimskapítalismann. Þessi öfl leiða lýðskrumið gegn Icesave og neita að horfast í augu við staðreyndir. Að ræða Icesave er ekki fallið til vinsælda enda þjóðin orðin langþreytt á málinu og enginn kostur góður. En ég sé mig knúinn til þess enda málið mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf. Hrunið varð ekki á vakt núverandi þingmanna en það er hörmulegt að horfa upp á skilningsskort þeirra gagnvart stöðu atvinnulífsins. Kjörnir fulltrúar verða að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna og ganga til samninga. Icesave er farið að valda meiri skaða en nauðsynlegt er.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun