Biðin kostar sveitarfélögin hundruð milljóna 2. febrúar 2010 06:00 Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að einhvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalyktir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðanakönnun þess næsta. Ég er ein 11 kjörinna fulltrúa sem stjórna öðru stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Sveitarfélagið veltir um 18 milljörðum á ári og er með hundruð starfsmanna í vinnu. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna íbúanna sem jafnframt því að eiga félagið eru viðskiptavinir þess. Mitt hlutverk er að sjá til þess að rekstur þess sé traustur og eiga þúsundir bæjarbúa mikið undir að vel takist til. Í lok árs 2009 var ég farin að líta bjartsýnni augum til ársins 2010. Það var merkjanlegur bati í efnahagslífinu. Til að mynda hafði gengi krónunnar verið stöðugt í 5 mánuði, stýrivextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og verðbólga hafði ekki verið lægri í 2 ár. Minna atvinnuleysi og minni samdráttur varð á árinu en spár gerðu ráð fyrir í upphafi árs og skuldatryggingarálag lækkaði um helming frá því sem mest var! Þann sama dag og forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin féll lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk. Þann sama dag jókst skuldatryggingarálag Íslands um 500 punkta og er enn að hækka. Endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin í enn eina biðstöðuna, þar sem fjármögnun áætlunarinnar er í uppnámi. Löndin sem höfðu lofað okkur lánum ætla ekki að lána þessari þjóð krónu fyrr en það liggur fyrir að hún standi við skuldbindingar sínar. Við getum eytt restinni af æfinni í að rífast um það hvort þessar byrðar séu sanngjarnar eða ekki. Ekki stofnaði ég til þessara skulda né almenningur í Kópavogi eða annars staðar á landinu. En á meðan við bendum og potum út í loftið og einstaka liðsmenn stjórnarandstöðunnar haga sér eins og landráðamenn eru það fyrirtæki og sveitarfélög þessa lands sem gjalda fyrir það. Þegar lánstraust ríkissjóðs minnkar hefur það mikil áhrif á fyrirtækin í landinu bæði opinber og þau sem eru í einkarekstri. Það hefur einnig gífurleg áhrif á rekstur sveitarfélaganna. Kópavogsbær skuldar um 38 milljarða og vaxtagjöldin ein á þessu ári nema um 1,8 milljörðum. Það er ætlun bæjaryfirvalda í Kópavogi að leggja sitt af mörkum til að draga úr atvinnuleysi í landinu með því að framkvæma fyrir 1,2 milljarða á þessu ári. Þar er bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Allt mun það skapa störf í bænum og forða hundruðum vinnufúsra handa frá atvinnuleysi. Möguleiki bæjarins til endurfjármögnunar og lána vegna framkvæmda fara versnandi með degi hverjum. Dragist þessi ömurlega deila mikið lengur mun það kosta bæjarfélagið hundruð milljóna í auknum vaxtakostnaði og gera okkur erfitt um vik að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Ég krefst þess að stjórnarandstaðan sýni þá ábyrgð sem stjórnmálamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar sem raun ber vitni. Ég krefst þess að hún slíðri sverðin og láti af pólitískum skylmingum og vinni með ríkisstjórn Íslands að lausn Icesave-deilunnar. Dráttur á afgreiðslu málsins veldur sífellt meiri skaða. Meðan enga fyrirgreiðslu er að fá þurfa fyrirtæki að loka, atvinnuleysi eykst og kreppan dýpkar. Þennan reikning þurfum við að borga hvort sem okkur líkar betur eða ver og dráttarvextirnir eru háir! Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að einhvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalyktir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðanakönnun þess næsta. Ég er ein 11 kjörinna fulltrúa sem stjórna öðru stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Sveitarfélagið veltir um 18 milljörðum á ári og er með hundruð starfsmanna í vinnu. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna íbúanna sem jafnframt því að eiga félagið eru viðskiptavinir þess. Mitt hlutverk er að sjá til þess að rekstur þess sé traustur og eiga þúsundir bæjarbúa mikið undir að vel takist til. Í lok árs 2009 var ég farin að líta bjartsýnni augum til ársins 2010. Það var merkjanlegur bati í efnahagslífinu. Til að mynda hafði gengi krónunnar verið stöðugt í 5 mánuði, stýrivextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og verðbólga hafði ekki verið lægri í 2 ár. Minna atvinnuleysi og minni samdráttur varð á árinu en spár gerðu ráð fyrir í upphafi árs og skuldatryggingarálag lækkaði um helming frá því sem mest var! Þann sama dag og forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin féll lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk. Þann sama dag jókst skuldatryggingarálag Íslands um 500 punkta og er enn að hækka. Endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin í enn eina biðstöðuna, þar sem fjármögnun áætlunarinnar er í uppnámi. Löndin sem höfðu lofað okkur lánum ætla ekki að lána þessari þjóð krónu fyrr en það liggur fyrir að hún standi við skuldbindingar sínar. Við getum eytt restinni af æfinni í að rífast um það hvort þessar byrðar séu sanngjarnar eða ekki. Ekki stofnaði ég til þessara skulda né almenningur í Kópavogi eða annars staðar á landinu. En á meðan við bendum og potum út í loftið og einstaka liðsmenn stjórnarandstöðunnar haga sér eins og landráðamenn eru það fyrirtæki og sveitarfélög þessa lands sem gjalda fyrir það. Þegar lánstraust ríkissjóðs minnkar hefur það mikil áhrif á fyrirtækin í landinu bæði opinber og þau sem eru í einkarekstri. Það hefur einnig gífurleg áhrif á rekstur sveitarfélaganna. Kópavogsbær skuldar um 38 milljarða og vaxtagjöldin ein á þessu ári nema um 1,8 milljörðum. Það er ætlun bæjaryfirvalda í Kópavogi að leggja sitt af mörkum til að draga úr atvinnuleysi í landinu með því að framkvæma fyrir 1,2 milljarða á þessu ári. Þar er bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Allt mun það skapa störf í bænum og forða hundruðum vinnufúsra handa frá atvinnuleysi. Möguleiki bæjarins til endurfjármögnunar og lána vegna framkvæmda fara versnandi með degi hverjum. Dragist þessi ömurlega deila mikið lengur mun það kosta bæjarfélagið hundruð milljóna í auknum vaxtakostnaði og gera okkur erfitt um vik að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Ég krefst þess að stjórnarandstaðan sýni þá ábyrgð sem stjórnmálamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar sem raun ber vitni. Ég krefst þess að hún slíðri sverðin og láti af pólitískum skylmingum og vinni með ríkisstjórn Íslands að lausn Icesave-deilunnar. Dráttur á afgreiðslu málsins veldur sífellt meiri skaða. Meðan enga fyrirgreiðslu er að fá þurfa fyrirtæki að loka, atvinnuleysi eykst og kreppan dýpkar. Þennan reikning þurfum við að borga hvort sem okkur líkar betur eða ver og dráttarvextirnir eru háir! Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun