Handbolti

Wenta: Svipuð dómgæsla og í HM-leik Frakka og Íra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Póllands.
Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Póllands. Mynd/AFP

Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Póllands, var afar óánægður með frammistöðu norska dómaraparsins sem dæmdi undanúrslitaleik liðsins gegn Króatíu í kvöld.

„Ég óska Króatíu til hamingju með sigurinn. Ég óska þeim líka alls hins besta gegn Frökkum í úrslitaleiknum á morgun," sagði Wenta. „Frakkar voru betri aðilinn í leiknum."

En hann sagði nokkrar ákvarðanir dómaranna óskiljanlegar.

„Þetta var eins og í leik Frakklands og Írlands í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ég skil ekki hvaða reglum dómararnir fóru eftir."

„Einn leikmaður Króatíu sýndi af sér óíþróttamannslega hegðun og ég mótmælti því. Fyrir það fékk ég gula spjaldið og einhverra hluta vegna fengu Króatarnir boltann aftur. Það skil ég ekki og hef aldrei séð áður í handbolta," sagði Wenta.

Pólland mætir nú Íslandi í leik um bronsið á morgun.

„Við þurfum nú að sofa þetta úr okkur og finna nýjan kraft fyrir leikinn gegn sterku liði Íslands á morgun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×