Hera vaknaði öskrandi í jarðskjálftanum 8. september 2010 13:00 Hera Hjartardóttir vaknaði við jarðskjálftann mikla í heimabæ sínum Christchurch og hefur ekki sofið mikið síðan enda margir eftirskjálftar komið í kjölfarið. Söngkonan Hera Hjartardóttir er búsett í bænum Christchurch á Nýja-Sjálandi ásamt manni sínum, Hirti Arasyni, og urðu þau heldur betur vör við hinn mikla jarðskjálfta sem reið yfir bæinn um helgina og var um 7,0 á Richter. Hera segir að stemningin í bænum sé skrýtin, eyðileggingin mikil og í raun ótrúlegt að ekkert mannfall hafi orðið. „Ég vaknaði öskrandi um fjögur um nóttina við að allt skalf og nötraði. Það var eins og verið væri að ráðast á húsið okkar. Hélt að það væri bara eitthvað gengi komið og væri að berja húsið að utan,“ segir Hera Hjartardóttir söngkona þegar Fréttablaðið náði tali af henni en þá var símasamband óvenjulega gott en það hefur verið stopult síðan jarðskjálftinn reið yfir heimabæ hennar Christchurch í Nýja-Sjálandi á laugardaginn. Hera og maður hennar, Hjörtur Arason, hlupu strax út úr húsinu og þá blasti eyðileggingin við. „Það er rosalegt að sjá bæinn og sérstaklega miðbæinn en þar skemmdist mikið. Það er samt mjög tilviljanakennt allt saman. Til dæmis er ein matvörubúð sem eyðilagðist algjörlega á meðan það brotnuðu bara tvær flöskur í áfengisbúðinni sem er við hliðina,“ segir Hera og bætir við að elstu húsin í bænum hafi skemmst mest og ásýnd bæjarins muni breytast mikið eftir að búið er að endurnýja. „Það er samt ekki mikið hægt að gera strax því menn búast við öflugum eftirskjálftum næstu mánuðina. Í nótt voru fimm eftirskjálftar svo maður sefur ekki mikið á nóttunni,“ segir Hera þakklát fyrir að þau sluppu vel úr skjálftanum en það brotnuðu bara nokkur glös og diskar hjá henni. Hera söng í gær í gamla skólanum sínum en þar er búið að koma einhverjum af þeim 100.000 manns fyrir sem misstu heimili sín í náttúruhamförunum. „Það var mjög falleg og skrýtin upplifun í senn. Þetta var meira eins og ein stór útilega þar sem fólk var klappandi hvað öðru á bakið,“ segir Hera og vill meina að mikill samhugur hafi skapast meðal bæjarbúa en um 400.000 búa í bænum. „Þetta er rosaleg lífsreynsla og maður er enn þá frekar taugaveiklaður enda bíður maður bara eftir næsta skjálfta.“ alfrun@frettabladid.is Vatnsleiðslur skemmdar Vatnsflóð var víða um bæinn en Hera er nú komin með rafmagn og vatn aftur en vatnið þarf að sjóða í þrjár mínútur fyrir notkun.Eyðilegging Þessi mynd er tekin á Barbados street en Hera segir að margar götur bæjarins séu fullar af múrsteinum.hlykkjótt Þessi brú er ekki lengur nothæf enda var hún einu sinni bein. Mest lesið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Sjá meira
Söngkonan Hera Hjartardóttir er búsett í bænum Christchurch á Nýja-Sjálandi ásamt manni sínum, Hirti Arasyni, og urðu þau heldur betur vör við hinn mikla jarðskjálfta sem reið yfir bæinn um helgina og var um 7,0 á Richter. Hera segir að stemningin í bænum sé skrýtin, eyðileggingin mikil og í raun ótrúlegt að ekkert mannfall hafi orðið. „Ég vaknaði öskrandi um fjögur um nóttina við að allt skalf og nötraði. Það var eins og verið væri að ráðast á húsið okkar. Hélt að það væri bara eitthvað gengi komið og væri að berja húsið að utan,“ segir Hera Hjartardóttir söngkona þegar Fréttablaðið náði tali af henni en þá var símasamband óvenjulega gott en það hefur verið stopult síðan jarðskjálftinn reið yfir heimabæ hennar Christchurch í Nýja-Sjálandi á laugardaginn. Hera og maður hennar, Hjörtur Arason, hlupu strax út úr húsinu og þá blasti eyðileggingin við. „Það er rosalegt að sjá bæinn og sérstaklega miðbæinn en þar skemmdist mikið. Það er samt mjög tilviljanakennt allt saman. Til dæmis er ein matvörubúð sem eyðilagðist algjörlega á meðan það brotnuðu bara tvær flöskur í áfengisbúðinni sem er við hliðina,“ segir Hera og bætir við að elstu húsin í bænum hafi skemmst mest og ásýnd bæjarins muni breytast mikið eftir að búið er að endurnýja. „Það er samt ekki mikið hægt að gera strax því menn búast við öflugum eftirskjálftum næstu mánuðina. Í nótt voru fimm eftirskjálftar svo maður sefur ekki mikið á nóttunni,“ segir Hera þakklát fyrir að þau sluppu vel úr skjálftanum en það brotnuðu bara nokkur glös og diskar hjá henni. Hera söng í gær í gamla skólanum sínum en þar er búið að koma einhverjum af þeim 100.000 manns fyrir sem misstu heimili sín í náttúruhamförunum. „Það var mjög falleg og skrýtin upplifun í senn. Þetta var meira eins og ein stór útilega þar sem fólk var klappandi hvað öðru á bakið,“ segir Hera og vill meina að mikill samhugur hafi skapast meðal bæjarbúa en um 400.000 búa í bænum. „Þetta er rosaleg lífsreynsla og maður er enn þá frekar taugaveiklaður enda bíður maður bara eftir næsta skjálfta.“ alfrun@frettabladid.is Vatnsleiðslur skemmdar Vatnsflóð var víða um bæinn en Hera er nú komin með rafmagn og vatn aftur en vatnið þarf að sjóða í þrjár mínútur fyrir notkun.Eyðilegging Þessi mynd er tekin á Barbados street en Hera segir að margar götur bæjarins séu fullar af múrsteinum.hlykkjótt Þessi brú er ekki lengur nothæf enda var hún einu sinni bein.
Mest lesið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Sjá meira